Erlent

Innbrotum fjölgar um 65% í jólamánuðinum í Danmörku

Innbrotum í Danmörku fjölgar að jafnaði um 65% í jólamánuðinum desember í Danmörku miðað við aðra mánuði ársins.

Þetta kemur fram í úttekt sem tryggingarfélagið Alka hefur gert. Þar kemur fram að andvirði þýfis er að jafnaði 20% meira í innbrotum í desember en í öðrum mánuðum ársins.

Það sem þjófarnir eru einkum á höttunum eftir í desember eru raftæki, skartgripir og reiðufé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×