Þingmenn kvöddu Cameron með lófataki Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2016 13:45 David Cameron yfirgefur Downingstræti 10 í dag. Vísir/EPA David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, var kvaddur af breskum þingmönnum með lófaklappi. Hann hélt í dag síðasta fyrirspurnatíma sinn á þinginu, en hann fer á fund drottningarinnar í dag og biðst formlega lausnar. Theresa May mun að því loknu funda með drottningunni og sækjast eftir umboði til að mynda ríkisstjórn. Sem svo oft áður var föstum skotum skotið á þinginu í dag, en þingmenn virtust þó skemmta sér mjög vel. Fjölmargir brandarar voru sagðir og var létt yfir þingmönnum. Hér hefur BBC tekið saman bestu atvik þingfundarins í dag.Forvitnir geta séð atriðið um Svarta riddarann, sem Cameron líkti Jeremy Corbyn við, hér. David Cameron varði gjörðir sínar þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra Bretlands, en hann hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár. Á þeim tíma hefur margt komið upp. Til dæmis var David Cameron fyrsti leiðtogi ríkisstjórnar samstarfsflokka í Bretlandi frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar.Yngstur í 200 ár Hann var 43 ára þegar hann tók við sem forsætisráðherra af Tony Blair árið 2010 og var hann yngsti forsætisráðherra Bretlands í rúm 200 ár. Cameron leiddi Íhaldsflokkin nær miðjunni og er sagður hafa nútímavætt hann. Árið 2013 fór hann fremstur í fylkingu um að gera hjónaband samkynhneigðra löglegt. Það var samþykkt af þinginu en Cameron tapaði stuðningi íhaldssamra þingmanna Íhaldsflokksins. Cameron stóð við bakið á uppreisnarhópum í Líbýu og hvatti hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að gera slíkt hið sama. Í september 2011 var Cameron tekið sem hetju þegar hann heimsótti Líbýu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Cameron lofaði því að Líbýa myndi ekki enda eins Írak. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að það hafi þó gerst á endanum og stendur enn yfir mikil óöld í Líbýu. Hann sóttist svo eftir því að breska þingið samþykkti loftárásir gegn herafla Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, árið 2013. Þingmenn neituðu hins vegar að styðja Cameron og var tillaga hans felld í þinginu. Bretar hófu þó loftárásir gegn ISIS í Írak árið 2014 og svo í Sýrlandi ári seinna.Lagði allt undir Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Bretlandi í forsætisráðherratíð Cameron. Fyrst árið 2011 um breytingar á kosningalögum í Bretlandi og svo árið 2014 þegar Skotar kusu um að yfirgefa Bretland. Í báðum atkvæðagreiðslunum bar hlið Cameron sigur úr býtum, þó naumlega í Skotlandi. Vegna þrýstings frá stjórnarandstöðuflokkum og íhaldssamra þingmanna í Íhaldsflokknum tilkynnti Cameron í fyrra að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Breta Í Evrópusambandinu. Hann lagði allt í að honum tækist að sannfæra Breta um að vera áfram í ESB, en svo varð ekki. Meirihluti Breta kaus að yfirgefa sambandið og Cameron tilkynnti afsögn sína. Það sem meira er, þá kaus yfirgnæfandi meirihluti Skota að vera áfram í ESB og í kjölfarið af atkvæðagreiðslunni hefur hávær umræða um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Skota í ESB farið af stað. Tengdar fréttir Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45 Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, var kvaddur af breskum þingmönnum með lófaklappi. Hann hélt í dag síðasta fyrirspurnatíma sinn á þinginu, en hann fer á fund drottningarinnar í dag og biðst formlega lausnar. Theresa May mun að því loknu funda með drottningunni og sækjast eftir umboði til að mynda ríkisstjórn. Sem svo oft áður var föstum skotum skotið á þinginu í dag, en þingmenn virtust þó skemmta sér mjög vel. Fjölmargir brandarar voru sagðir og var létt yfir þingmönnum. Hér hefur BBC tekið saman bestu atvik þingfundarins í dag.Forvitnir geta séð atriðið um Svarta riddarann, sem Cameron líkti Jeremy Corbyn við, hér. David Cameron varði gjörðir sínar þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra Bretlands, en hann hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár. Á þeim tíma hefur margt komið upp. Til dæmis var David Cameron fyrsti leiðtogi ríkisstjórnar samstarfsflokka í Bretlandi frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar.Yngstur í 200 ár Hann var 43 ára þegar hann tók við sem forsætisráðherra af Tony Blair árið 2010 og var hann yngsti forsætisráðherra Bretlands í rúm 200 ár. Cameron leiddi Íhaldsflokkin nær miðjunni og er sagður hafa nútímavætt hann. Árið 2013 fór hann fremstur í fylkingu um að gera hjónaband samkynhneigðra löglegt. Það var samþykkt af þinginu en Cameron tapaði stuðningi íhaldssamra þingmanna Íhaldsflokksins. Cameron stóð við bakið á uppreisnarhópum í Líbýu og hvatti hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að gera slíkt hið sama. Í september 2011 var Cameron tekið sem hetju þegar hann heimsótti Líbýu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Cameron lofaði því að Líbýa myndi ekki enda eins Írak. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að það hafi þó gerst á endanum og stendur enn yfir mikil óöld í Líbýu. Hann sóttist svo eftir því að breska þingið samþykkti loftárásir gegn herafla Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, árið 2013. Þingmenn neituðu hins vegar að styðja Cameron og var tillaga hans felld í þinginu. Bretar hófu þó loftárásir gegn ISIS í Írak árið 2014 og svo í Sýrlandi ári seinna.Lagði allt undir Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Bretlandi í forsætisráðherratíð Cameron. Fyrst árið 2011 um breytingar á kosningalögum í Bretlandi og svo árið 2014 þegar Skotar kusu um að yfirgefa Bretland. Í báðum atkvæðagreiðslunum bar hlið Cameron sigur úr býtum, þó naumlega í Skotlandi. Vegna þrýstings frá stjórnarandstöðuflokkum og íhaldssamra þingmanna í Íhaldsflokknum tilkynnti Cameron í fyrra að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Breta Í Evrópusambandinu. Hann lagði allt í að honum tækist að sannfæra Breta um að vera áfram í ESB, en svo varð ekki. Meirihluti Breta kaus að yfirgefa sambandið og Cameron tilkynnti afsögn sína. Það sem meira er, þá kaus yfirgnæfandi meirihluti Skota að vera áfram í ESB og í kjölfarið af atkvæðagreiðslunni hefur hávær umræða um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Skota í ESB farið af stað.
Tengdar fréttir Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45 Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45
Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00
Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58
Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22