Þingmenn kvöddu Cameron með lófataki Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2016 13:45 David Cameron yfirgefur Downingstræti 10 í dag. Vísir/EPA David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, var kvaddur af breskum þingmönnum með lófaklappi. Hann hélt í dag síðasta fyrirspurnatíma sinn á þinginu, en hann fer á fund drottningarinnar í dag og biðst formlega lausnar. Theresa May mun að því loknu funda með drottningunni og sækjast eftir umboði til að mynda ríkisstjórn. Sem svo oft áður var föstum skotum skotið á þinginu í dag, en þingmenn virtust þó skemmta sér mjög vel. Fjölmargir brandarar voru sagðir og var létt yfir þingmönnum. Hér hefur BBC tekið saman bestu atvik þingfundarins í dag.Forvitnir geta séð atriðið um Svarta riddarann, sem Cameron líkti Jeremy Corbyn við, hér. David Cameron varði gjörðir sínar þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra Bretlands, en hann hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár. Á þeim tíma hefur margt komið upp. Til dæmis var David Cameron fyrsti leiðtogi ríkisstjórnar samstarfsflokka í Bretlandi frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar.Yngstur í 200 ár Hann var 43 ára þegar hann tók við sem forsætisráðherra af Tony Blair árið 2010 og var hann yngsti forsætisráðherra Bretlands í rúm 200 ár. Cameron leiddi Íhaldsflokkin nær miðjunni og er sagður hafa nútímavætt hann. Árið 2013 fór hann fremstur í fylkingu um að gera hjónaband samkynhneigðra löglegt. Það var samþykkt af þinginu en Cameron tapaði stuðningi íhaldssamra þingmanna Íhaldsflokksins. Cameron stóð við bakið á uppreisnarhópum í Líbýu og hvatti hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að gera slíkt hið sama. Í september 2011 var Cameron tekið sem hetju þegar hann heimsótti Líbýu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Cameron lofaði því að Líbýa myndi ekki enda eins Írak. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að það hafi þó gerst á endanum og stendur enn yfir mikil óöld í Líbýu. Hann sóttist svo eftir því að breska þingið samþykkti loftárásir gegn herafla Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, árið 2013. Þingmenn neituðu hins vegar að styðja Cameron og var tillaga hans felld í þinginu. Bretar hófu þó loftárásir gegn ISIS í Írak árið 2014 og svo í Sýrlandi ári seinna.Lagði allt undir Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Bretlandi í forsætisráðherratíð Cameron. Fyrst árið 2011 um breytingar á kosningalögum í Bretlandi og svo árið 2014 þegar Skotar kusu um að yfirgefa Bretland. Í báðum atkvæðagreiðslunum bar hlið Cameron sigur úr býtum, þó naumlega í Skotlandi. Vegna þrýstings frá stjórnarandstöðuflokkum og íhaldssamra þingmanna í Íhaldsflokknum tilkynnti Cameron í fyrra að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Breta Í Evrópusambandinu. Hann lagði allt í að honum tækist að sannfæra Breta um að vera áfram í ESB, en svo varð ekki. Meirihluti Breta kaus að yfirgefa sambandið og Cameron tilkynnti afsögn sína. Það sem meira er, þá kaus yfirgnæfandi meirihluti Skota að vera áfram í ESB og í kjölfarið af atkvæðagreiðslunni hefur hávær umræða um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Skota í ESB farið af stað. Tengdar fréttir Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45 Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, var kvaddur af breskum þingmönnum með lófaklappi. Hann hélt í dag síðasta fyrirspurnatíma sinn á þinginu, en hann fer á fund drottningarinnar í dag og biðst formlega lausnar. Theresa May mun að því loknu funda með drottningunni og sækjast eftir umboði til að mynda ríkisstjórn. Sem svo oft áður var föstum skotum skotið á þinginu í dag, en þingmenn virtust þó skemmta sér mjög vel. Fjölmargir brandarar voru sagðir og var létt yfir þingmönnum. Hér hefur BBC tekið saman bestu atvik þingfundarins í dag.Forvitnir geta séð atriðið um Svarta riddarann, sem Cameron líkti Jeremy Corbyn við, hér. David Cameron varði gjörðir sínar þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra Bretlands, en hann hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár. Á þeim tíma hefur margt komið upp. Til dæmis var David Cameron fyrsti leiðtogi ríkisstjórnar samstarfsflokka í Bretlandi frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar.Yngstur í 200 ár Hann var 43 ára þegar hann tók við sem forsætisráðherra af Tony Blair árið 2010 og var hann yngsti forsætisráðherra Bretlands í rúm 200 ár. Cameron leiddi Íhaldsflokkin nær miðjunni og er sagður hafa nútímavætt hann. Árið 2013 fór hann fremstur í fylkingu um að gera hjónaband samkynhneigðra löglegt. Það var samþykkt af þinginu en Cameron tapaði stuðningi íhaldssamra þingmanna Íhaldsflokksins. Cameron stóð við bakið á uppreisnarhópum í Líbýu og hvatti hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að gera slíkt hið sama. Í september 2011 var Cameron tekið sem hetju þegar hann heimsótti Líbýu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Cameron lofaði því að Líbýa myndi ekki enda eins Írak. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að það hafi þó gerst á endanum og stendur enn yfir mikil óöld í Líbýu. Hann sóttist svo eftir því að breska þingið samþykkti loftárásir gegn herafla Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, árið 2013. Þingmenn neituðu hins vegar að styðja Cameron og var tillaga hans felld í þinginu. Bretar hófu þó loftárásir gegn ISIS í Írak árið 2014 og svo í Sýrlandi ári seinna.Lagði allt undir Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Bretlandi í forsætisráðherratíð Cameron. Fyrst árið 2011 um breytingar á kosningalögum í Bretlandi og svo árið 2014 þegar Skotar kusu um að yfirgefa Bretland. Í báðum atkvæðagreiðslunum bar hlið Cameron sigur úr býtum, þó naumlega í Skotlandi. Vegna þrýstings frá stjórnarandstöðuflokkum og íhaldssamra þingmanna í Íhaldsflokknum tilkynnti Cameron í fyrra að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Breta Í Evrópusambandinu. Hann lagði allt í að honum tækist að sannfæra Breta um að vera áfram í ESB, en svo varð ekki. Meirihluti Breta kaus að yfirgefa sambandið og Cameron tilkynnti afsögn sína. Það sem meira er, þá kaus yfirgnæfandi meirihluti Skota að vera áfram í ESB og í kjölfarið af atkvæðagreiðslunni hefur hávær umræða um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Skota í ESB farið af stað.
Tengdar fréttir Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45 Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45
Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00
Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58
Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22