Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2015 13:00 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA 45 skotárásir hafa verið gerðar á skólalóðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Frá því í desember 2012 hafa verið gerðar minnst 142 árásir í skólum í landinu, sem samsvarar nærri því ein á viku. Þetta er óþekkt öðrum þróuðum ríkjum og árásum virðist fara fjölgandi. Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt eftrir að níu manns voru myrtir af árásarmanni í háskóla í Oregon. Hann hefur reynt að herða vopnalög í Bandaríkjunum og reynt að koma á ítarlegri bakgrunnskönnunum einstaklinga sem ætla sér að kaupa byssu. Meðal annars reyndi hann það eftir skotárásina í Newtown 2012, þegar tuttugu börn og sex fullorðnir voru skotin til bana í barnaskóla. Það hefur honum hins vegar ekki tekist og kallaði hann eftir því að kjósendur þrýstu á þingmenn um að koma á breytingum. Sjá einnig: Spurði fórnarlömb út í trú þeirra. Obama sagðist geta ímyndað sér að nú væru stuðningsmenn óbreyttra og slakari vopnalaga að undirbúa fréttatilkynningar um að þörf væri á fleiri byssum og að dregið yrði úr vopnalögum. „Það er til um það bil ein byssa fyrir hvern mann, konu og barn í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að halda því fram af alvöru að fleiri byssur muni bæta öryggi okkar?“ Tilfinningaþrungna ræðu hans má sjá hér að neðan.Yfirlýsing Barack Obama vegna árásarinnar í gær. Forsetinn fór fram á að fjölmiðlar tækju saman hve margir hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásum og hve margir hefðu látið lífið í skotárásum. Aðilar víða um Bandaríkin fylgjast með og skrásetja skotárásir. Þar má helst nefna Mass Shooting Tracker, Everytown for gun safety og The Counted, sem er verkefni Guardian og fylgist með því þegar fólk lætur lífið í átökum við lögreglu.Hér má sjá helstu skotárásir síðustu áratuga í Bandaríkjunum og heildarfjölda þeirra sem látið hafa lífið í skotárásum, samanborið við fjölda látinna í hryðjuverkaárásum.Vísir/GraphicNewsÁ vef Huffington Post er einnig hægt að sjá yfirlit sem unnið er upp úr tölum Everytown for Gun Safety. Alls hafa 3.521 látið lífið í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum frá árinu 1970 og þar eru með taldir þeir 2.977 sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar hafa 9.940 látið lífið í skotárásum það af er að þessu ári. Þær upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum frá Mass Shooting Tracker Project og Global Terrorism Database. Þar má einnig sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna síðustu áratugi. Eins og Obama sagði þekkist þetta ekki í öðrum þróuðum ríkjum og ljóst þykir að eitthvað þurfi að breytast. Margir í Bandaríkjunum virðast þó telja að árásum sem rætt hefur verið um hér myndi fækka, ef til dæmis kennarar og nemendur mættu vera vopnaðir í tímum. Séu tölur frá Gallup í Bandaríkjunum skoðaðar sést að meirihluti íbúa er hlynntur því að löggjöf varðandi byssur verði hert þar í landi.Fréttamaður AFP fer yfir vopnamenningu Bandaríkjanna. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
45 skotárásir hafa verið gerðar á skólalóðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Frá því í desember 2012 hafa verið gerðar minnst 142 árásir í skólum í landinu, sem samsvarar nærri því ein á viku. Þetta er óþekkt öðrum þróuðum ríkjum og árásum virðist fara fjölgandi. Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt eftrir að níu manns voru myrtir af árásarmanni í háskóla í Oregon. Hann hefur reynt að herða vopnalög í Bandaríkjunum og reynt að koma á ítarlegri bakgrunnskönnunum einstaklinga sem ætla sér að kaupa byssu. Meðal annars reyndi hann það eftir skotárásina í Newtown 2012, þegar tuttugu börn og sex fullorðnir voru skotin til bana í barnaskóla. Það hefur honum hins vegar ekki tekist og kallaði hann eftir því að kjósendur þrýstu á þingmenn um að koma á breytingum. Sjá einnig: Spurði fórnarlömb út í trú þeirra. Obama sagðist geta ímyndað sér að nú væru stuðningsmenn óbreyttra og slakari vopnalaga að undirbúa fréttatilkynningar um að þörf væri á fleiri byssum og að dregið yrði úr vopnalögum. „Það er til um það bil ein byssa fyrir hvern mann, konu og barn í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að halda því fram af alvöru að fleiri byssur muni bæta öryggi okkar?“ Tilfinningaþrungna ræðu hans má sjá hér að neðan.Yfirlýsing Barack Obama vegna árásarinnar í gær. Forsetinn fór fram á að fjölmiðlar tækju saman hve margir hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásum og hve margir hefðu látið lífið í skotárásum. Aðilar víða um Bandaríkin fylgjast með og skrásetja skotárásir. Þar má helst nefna Mass Shooting Tracker, Everytown for gun safety og The Counted, sem er verkefni Guardian og fylgist með því þegar fólk lætur lífið í átökum við lögreglu.Hér má sjá helstu skotárásir síðustu áratuga í Bandaríkjunum og heildarfjölda þeirra sem látið hafa lífið í skotárásum, samanborið við fjölda látinna í hryðjuverkaárásum.Vísir/GraphicNewsÁ vef Huffington Post er einnig hægt að sjá yfirlit sem unnið er upp úr tölum Everytown for Gun Safety. Alls hafa 3.521 látið lífið í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum frá árinu 1970 og þar eru með taldir þeir 2.977 sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar hafa 9.940 látið lífið í skotárásum það af er að þessu ári. Þær upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum frá Mass Shooting Tracker Project og Global Terrorism Database. Þar má einnig sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna síðustu áratugi. Eins og Obama sagði þekkist þetta ekki í öðrum þróuðum ríkjum og ljóst þykir að eitthvað þurfi að breytast. Margir í Bandaríkjunum virðast þó telja að árásum sem rætt hefur verið um hér myndi fækka, ef til dæmis kennarar og nemendur mættu vera vopnaðir í tímum. Séu tölur frá Gallup í Bandaríkjunum skoðaðar sést að meirihluti íbúa er hlynntur því að löggjöf varðandi byssur verði hert þar í landi.Fréttamaður AFP fer yfir vopnamenningu Bandaríkjanna.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira