Nýr slökkviliðsbíll ónothæfur eftir skoðun hjá þjónustuaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 22:28 Einn af nýjum bílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skemmdist mikið í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila. Vísir/Vilhelm Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun. Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun.
Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00
Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31