Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Bíllinn bilaði á miðri leið og komst ekki til að slökkva þá elda sem þurfti. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. Bilunin kom á versta tíma en bílar frá öðrum stöðvum voru einnig á leiðinni og því kom fjarvera bílsins ekki að sök. „Það bilaði túrbína í bílnum og hann komst því ekki á leiðarenda,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Búið er að panta nýja túrbínu og sagði Jón Viðar að bíllinn ætti að vera kominn á götuna í næstu viku. Slökkviliðið er með fjórar slökkvistöðvar á höfuðborgarsvæðinu, í Skógarhlíð, við Tunguháls, við Skútahraun í Hafnarfirði og á Kjalarnesi. Bílafloti slökkviliðsins er orðinn of gamall en Jón Viðar segir að verið sé að vinna í að yngja flotann upp. „Bílarnr eru orðnir of gamlir. Það er búið að ákveða að kaupa fjóra nýja bíla á næstu þremur árum og vinna þannig í vandanum. Það er bjart fram undan hjá okkur og hér er enginn að stinga höfðinu í sandinn.“Nýja túrbínan ætti að vera komin hingað til lands fyrir helgi og bíllinn í lag strax í næstu viku.Samþykkt var að heimila Jóni Viðari að fara í útboðið á stjórnarfundi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þann 15. maí í fyrra. Hann segir að bílarnir verði alhliðabílar sem geti sinnt eldi, vatnsleka, slysum og fleira. „Við vonum að þetta verði boðið út fyrir áramótin og fjórir nýir bílar verði komnir í notkun á næstu þremur árum. Það tekur smá tíma að framleiða svona slökkviliðsbíla því þeir eru ekki teknir beint úr hillunni,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. Bilunin kom á versta tíma en bílar frá öðrum stöðvum voru einnig á leiðinni og því kom fjarvera bílsins ekki að sök. „Það bilaði túrbína í bílnum og hann komst því ekki á leiðarenda,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Búið er að panta nýja túrbínu og sagði Jón Viðar að bíllinn ætti að vera kominn á götuna í næstu viku. Slökkviliðið er með fjórar slökkvistöðvar á höfuðborgarsvæðinu, í Skógarhlíð, við Tunguháls, við Skútahraun í Hafnarfirði og á Kjalarnesi. Bílafloti slökkviliðsins er orðinn of gamall en Jón Viðar segir að verið sé að vinna í að yngja flotann upp. „Bílarnr eru orðnir of gamlir. Það er búið að ákveða að kaupa fjóra nýja bíla á næstu þremur árum og vinna þannig í vandanum. Það er bjart fram undan hjá okkur og hér er enginn að stinga höfðinu í sandinn.“Nýja túrbínan ætti að vera komin hingað til lands fyrir helgi og bíllinn í lag strax í næstu viku.Samþykkt var að heimila Jóni Viðari að fara í útboðið á stjórnarfundi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þann 15. maí í fyrra. Hann segir að bílarnir verði alhliðabílar sem geti sinnt eldi, vatnsleka, slysum og fleira. „Við vonum að þetta verði boðið út fyrir áramótin og fjórir nýir bílar verði komnir í notkun á næstu þremur árum. Það tekur smá tíma að framleiða svona slökkviliðsbíla því þeir eru ekki teknir beint úr hillunni,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira