Varpa ljósi á fjölmörg kynferðisbrot lögregluþjóna Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2015 23:52 Líklegt þykir að fleirum hafi verið sagt upp vegna kynferðisbrota en vitað er um. Vísir/EPA Hundruðum lögregluþjóna í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp störfum vegna kynferðisbrota. Líklega er talan þó mun hærri en gögn segja til um. AP fréttaveitan hefur undanfarið ár rannsakað ásakanir gegn lögregluþjónum og farið yfir fjölda dómsskjala og önnur gögn til að varpa ljósi á umfang kynferðisbrota lögreglujóna. Rannsóknin nær frá árinu 2009 til og með 2014. AP komst að því að lögregluþjónar hafa meðal annars verið reknir fyrir nauðgun, þvinguð munnmök, barnaníð, sifjaspell, kynferðislegt áreiti, tilraun til nauðgunar og vörslu barnakláms. Einn þriðji þeirra sem hafa verið reknir voru reknir vegna atvika sem sneru að börnum undir lögaldri.Líklega umfangsmeira en gögnin segja til um AP segir ljóst að lögreglumenn sem gerðust sekir um sambærileg brot sé fleiri í raun. Bæði New York fylki og Kalifornía höfðu engin gögn um brottrekstra lögreglumanna vegna brota í starfi. Þá voru ríki þar sem gögnin sögðu að enginn hefði verið rekinn vegna kynferðisbrota. Þó væri ljóst að það hefði gerst þegar farið var yfir dómsgögn og fréttir. Þá segir Bernadette DiPino, sem hefur rannsakað þennan vanda fyrir Samtök lögreglustjóra í Bandaríkjunum, að líklegast hafi slíkt brot átt sér stað í hverju einasta umdæmi í Bandaríkjunum. Hún segir að fólk sé hrætt við að stíga fram og saka lögreglumann um að hafa brotið af sér. Fólk óttist að afleiðingarnar gætu orðið þær að lögreglan snerist gegn sér. Þar að auki sögðu nokkrir lögmenn og jafnvel lögreglustjórar að málin væru kæfð svo lögreglan þyftu ekki að greiða bætur. Þess í stað sé lögreglumönnum sem hafi brotið af sér leyft að segja hljóðlátlega upp. Eftir það hafi þeir jafnvel sótt um í öðrum umdæmum og fengið þar vinnu. Árið 2007 voru rúmlega 70 lögreglustjórar komnir saman á fundi. Þá var þeirri spurningu varpað fram hvort að þeir hefðu þurft að bregðast við því að lögregluþjónn í umdæmum þeirra hafi verið ásakaður um kynferðisbrot. Nærri því allir réttu upp hönd.Braut gegn 13 konum AP fjallar vandlega um mál Daniel Holtzclaw sem á nú yfir höfði sér 36 ákærur fyrir brot gegn þrettán konum í umdæmi sínu. Yngsta konan sem hann braut gegn var sautján ára þegar hann er sagður hafa nauðgað henni fyrir utan heimili hennar. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvað átti ég að gera? Hringja á lögregluna? Hann var lögreglan,“ er haft eftir henni. Flestar konurnar höfðu glímt við eiturlyfjafíkn og komist í kast við lögin í gegnum tíðina. Konur sem AP ræddi við segja margar hverjar að saga þeirra þeirra hafi verið notuð gegn þeim af lögregluþjónum sem brutu gegn þeim. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Hundruðum lögregluþjóna í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp störfum vegna kynferðisbrota. Líklega er talan þó mun hærri en gögn segja til um. AP fréttaveitan hefur undanfarið ár rannsakað ásakanir gegn lögregluþjónum og farið yfir fjölda dómsskjala og önnur gögn til að varpa ljósi á umfang kynferðisbrota lögreglujóna. Rannsóknin nær frá árinu 2009 til og með 2014. AP komst að því að lögregluþjónar hafa meðal annars verið reknir fyrir nauðgun, þvinguð munnmök, barnaníð, sifjaspell, kynferðislegt áreiti, tilraun til nauðgunar og vörslu barnakláms. Einn þriðji þeirra sem hafa verið reknir voru reknir vegna atvika sem sneru að börnum undir lögaldri.Líklega umfangsmeira en gögnin segja til um AP segir ljóst að lögreglumenn sem gerðust sekir um sambærileg brot sé fleiri í raun. Bæði New York fylki og Kalifornía höfðu engin gögn um brottrekstra lögreglumanna vegna brota í starfi. Þá voru ríki þar sem gögnin sögðu að enginn hefði verið rekinn vegna kynferðisbrota. Þó væri ljóst að það hefði gerst þegar farið var yfir dómsgögn og fréttir. Þá segir Bernadette DiPino, sem hefur rannsakað þennan vanda fyrir Samtök lögreglustjóra í Bandaríkjunum, að líklegast hafi slíkt brot átt sér stað í hverju einasta umdæmi í Bandaríkjunum. Hún segir að fólk sé hrætt við að stíga fram og saka lögreglumann um að hafa brotið af sér. Fólk óttist að afleiðingarnar gætu orðið þær að lögreglan snerist gegn sér. Þar að auki sögðu nokkrir lögmenn og jafnvel lögreglustjórar að málin væru kæfð svo lögreglan þyftu ekki að greiða bætur. Þess í stað sé lögreglumönnum sem hafi brotið af sér leyft að segja hljóðlátlega upp. Eftir það hafi þeir jafnvel sótt um í öðrum umdæmum og fengið þar vinnu. Árið 2007 voru rúmlega 70 lögreglustjórar komnir saman á fundi. Þá var þeirri spurningu varpað fram hvort að þeir hefðu þurft að bregðast við því að lögregluþjónn í umdæmum þeirra hafi verið ásakaður um kynferðisbrot. Nærri því allir réttu upp hönd.Braut gegn 13 konum AP fjallar vandlega um mál Daniel Holtzclaw sem á nú yfir höfði sér 36 ákærur fyrir brot gegn þrettán konum í umdæmi sínu. Yngsta konan sem hann braut gegn var sautján ára þegar hann er sagður hafa nauðgað henni fyrir utan heimili hennar. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvað átti ég að gera? Hringja á lögregluna? Hann var lögreglan,“ er haft eftir henni. Flestar konurnar höfðu glímt við eiturlyfjafíkn og komist í kast við lögin í gegnum tíðina. Konur sem AP ræddi við segja margar hverjar að saga þeirra þeirra hafi verið notuð gegn þeim af lögregluþjónum sem brutu gegn þeim.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent