Enski boltinn

Malouda á leið til Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Florent Malouda.
Florent Malouda. Nordic Photos / Getty Images
Florent Malouda er samkvæmt enskum fjölmiðlum á leið til Brasilíu og mun í janúar ganga til liðs við Santos.

Malouda hefur verið í kuldanum hjá Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóra, og ekki fengið að æfa með aðalliðinu að undanförnu.

Hann er 32 ára gamall og hefur einnig verið orðaður við Lyon, sitt gamla félag í Frakklandi.

Hann kom til Chelsea árið 2007 og á að baki rúmlega 200 leiki með aðalliði Chelsea. Hann hefur þó ekki spilað eina mínútu í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×