Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2020 17:32 Óvissan í íslenskum efnahagsmálum hefur ekki verið eins mikil í áratugi og enginn veit í raun hvenær henni lýkur og hverjar afleiðingarnar verða að fullu. Leiðtogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í dag til að ræða aðgerðir og aðgerðaleysi. Stjórnarandstaðan hefur stutt allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til og gert sitt til að hratt verði brugðist við. Eðlilega hafa frumvörp tekið breytingum í meðförum Alþingis og þá oft ekki hvað síst fyrir atbeina stjórnarandstöðunnar. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú sé tækifæri til að bæta í þar sem þarf að efla velferðarkerfið þannig að sósíalisminn sé ekki bara fyrir fyrirtæki í vanda en þeir sem helst þurfi á stuðningi að halda mæti aðeins köldum kapitalisma.Stöð 2/Einar Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða nauðsynlega samstöðu á þessum óvissutímum í Víglínunni en einnig þær hugmyndir sem þeir og flokkar þeirra segja ekki hafa verið tekið tillit til á undanförnum vikum. Formaður Miðflokksins segir aðgerðir stjórnvalda þurfa að vera umfangsmeiriVísir/Einar Þá telja þeir báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar, enda allir sammála um að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og birtist á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu. Efnahagsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Óvissan í íslenskum efnahagsmálum hefur ekki verið eins mikil í áratugi og enginn veit í raun hvenær henni lýkur og hverjar afleiðingarnar verða að fullu. Leiðtogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í dag til að ræða aðgerðir og aðgerðaleysi. Stjórnarandstaðan hefur stutt allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til og gert sitt til að hratt verði brugðist við. Eðlilega hafa frumvörp tekið breytingum í meðförum Alþingis og þá oft ekki hvað síst fyrir atbeina stjórnarandstöðunnar. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú sé tækifæri til að bæta í þar sem þarf að efla velferðarkerfið þannig að sósíalisminn sé ekki bara fyrir fyrirtæki í vanda en þeir sem helst þurfi á stuðningi að halda mæti aðeins köldum kapitalisma.Stöð 2/Einar Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða nauðsynlega samstöðu á þessum óvissutímum í Víglínunni en einnig þær hugmyndir sem þeir og flokkar þeirra segja ekki hafa verið tekið tillit til á undanförnum vikum. Formaður Miðflokksins segir aðgerðir stjórnvalda þurfa að vera umfangsmeiriVísir/Einar Þá telja þeir báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar, enda allir sammála um að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og birtist á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.
Efnahagsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira