Guardiola ósáttur með „Emptyhad“: Ég veit ekki af hverju var ekki fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 10:00 Það mættu mun færri en vanalega á Etihad leikvanginn um helgina en ekki þó alveg svona fáir. Getty/ Tim Goode Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira