Enski boltinn

Tevez: Ófaglegt hjá Gary Neville

SÁP skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Argentínumaðurinn Carlos Tevez gagnrýnir fyrrverandi liðsfélaga sinn Gary Neville töluvert í fjölmiðlum þessa dagana en Tevez telur að Neville geti ekki bæði verið einn af helstu sérfræðingum Sky Sports á sama tíma og hann er í þjálfarateymi enska landsliðsins í knattspyrnu.

Tevez vill meina að allt of miklir hagsmunarárekstrar séu í spilinu og ófaglegt að hann sé að starfa fyrir Sky.

„Ég tel að England þurfi að endurskoða sína stefnu í þjálfaramálum landsliðsins. Ég held að enginn önnur þjóð myndi ráða mann í þjálfarateymi sitt sem er einn af helstu sjónvarpssérfræðingum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég veit að Sky Sports er líklega stærsta sviðið þegar kemur að knattspyrnuumfjöllun en Gary Neville verður að ákveða sig hvort hann stefni að alvöru að þjálfun eða setji sjónvarpsferillinn í fyrsta sæti."

„Hann ætti frekar að fylgjast með leikjum með það að leiðarljósi að skoða leikmenn fyrir landsliðið og gefa síðan Roy Hodgson (knattspyrnustjóra Englands) ráðleggingar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×