Áform um endurræsingu hagkerfisins velta ekki á ónæmi þeirra sem hefur batnað Andri Eysteinsson skrifar 25. apríl 2020 23:41 Justin Trudeau á ráðstefnu í München fyrr á árinu. Getty/Anadolu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira