Samningurinn gæti sprungið í loft upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2016 07:00 Flóttafólk hefur reynt ýmislegt til þess að komast til Evrópu en mörgum verður nú smalað til baka. Nordicphotos/AFP Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira