Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 11:45 Konungur Hollands, Vilhjálmur Alexander, ásamt Gunnari Pálssyni, sendiherra Íslands í Brussel, árið 2018. EPA Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu. Utanríkismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu.
Utanríkismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent