Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2018 23:30 Gina Haspel hefur starfað fyrir CIA í 33 ár. Vísir/EPA Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins.Haspel hefur starfað áratugum saman hjá CIA og er nú starfandi forstjóri leyniþjónstunnar eftir að Mike Pompeo tók við embætti utanríkisráðherra. Staðfestingaryfirheyrslur vegna útnefningarinnar fara fram á miðvikudaginn og hafa þingmenn demókrata gefið út að fortíð hennar ætti að útiloka að hún geti starfað sem forstjóri CIA, ekki síst vegna þátts hennar í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. septemberHaspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post.Washington Post greinir fráþví að Haspel hafi um helgina, ásamst starfsmönnum Hvíta hússins, undirbúið sig undir yfirheyrslur þingsins. Þegar starfsmenn Hvíta hússins vildu fá frekari upplýsingar um þátt Haspel í hinum umdeildu yfirheyrslum er hún sögð hafa boðist til þess að draga sig í hlé, til þess að koma í veg fyrir erfiðar staðfestingaryfirheyrslur bandaríska þingsins.Eru háttsettir embættismenn Hvíta hússins, þar á meðal Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi, sögð hafa þrýst á Haspel að halda útnefningunni til streitu á hitafundi á skrifstofum hennar í höfuðstöðvum CIA.Var það ekki fyrr en Donald Trump blandaði sér í málið seint í gærkvöldi að Haspel ákvað að stíga ekki til hliðar, og mun hún því koma fyrir njósnamáladeild öldungardeildaþingsins á miðvikudag þar sem yfirheyrslur vegna staðfestingar á útnefningu hennar sem forstjóri CIA verða haldnar. Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins.Haspel hefur starfað áratugum saman hjá CIA og er nú starfandi forstjóri leyniþjónstunnar eftir að Mike Pompeo tók við embætti utanríkisráðherra. Staðfestingaryfirheyrslur vegna útnefningarinnar fara fram á miðvikudaginn og hafa þingmenn demókrata gefið út að fortíð hennar ætti að útiloka að hún geti starfað sem forstjóri CIA, ekki síst vegna þátts hennar í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. septemberHaspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post.Washington Post greinir fráþví að Haspel hafi um helgina, ásamst starfsmönnum Hvíta hússins, undirbúið sig undir yfirheyrslur þingsins. Þegar starfsmenn Hvíta hússins vildu fá frekari upplýsingar um þátt Haspel í hinum umdeildu yfirheyrslum er hún sögð hafa boðist til þess að draga sig í hlé, til þess að koma í veg fyrir erfiðar staðfestingaryfirheyrslur bandaríska þingsins.Eru háttsettir embættismenn Hvíta hússins, þar á meðal Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi, sögð hafa þrýst á Haspel að halda útnefningunni til streitu á hitafundi á skrifstofum hennar í höfuðstöðvum CIA.Var það ekki fyrr en Donald Trump blandaði sér í málið seint í gærkvöldi að Haspel ákvað að stíga ekki til hliðar, og mun hún því koma fyrir njósnamáladeild öldungardeildaþingsins á miðvikudag þar sem yfirheyrslur vegna staðfestingar á útnefningu hennar sem forstjóri CIA verða haldnar.
Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50