Erlent

Tvö hundruð handteknir í Búrma

MYND/AFP

Að minnsta kosti tvö hundruð búddamunkar voru handteknir í Rangún, höfuðborg Búrma, í morgun. Hermenn beittu táragasi og kylfum gegn mótmælendum sem höfðu safnast saman í miðborginni og þá skutu þeir einnig viðvörunarskotum yfir höfði mótmælenda.

Um tíu þúsund mótmælendur eru nú samankomnir í Rangún og stefna þeir að heimili Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa nóbels sem hefur setið í stofufangelsi meira og minna síðan 1990. Herforingjastjórnin boðaði í gær hertar aðgerðir gegn mótmælendum.

Útgöngubann var í gildi í nótt og umkringdu hermenn öll helstu búddaklaustur í höfuðborginni. Þá voru tveir forystumenn stjórnarandstæðinga þar í landi handteknir í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×