Aðeins einn íslenskur leikmaður í draumaliði Hermanns Hreiðarssonar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 19:00 Tími Hermanns í Portsmouth var hans besti á ferlinum. Á myndinni með honum er maðurinn sem hann valdi í hægri bakvörðinn á draumaliði sínu. Phil Cole/Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék með fjöldanum öllum af leikmönnum á sínum tíma. Aðeins einn íslenskur leikmaður kemst því í draumalið Hermanns. Hermann Hreiðarsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpinu Draumaliðið en fyrsti þáttur í fjórðu seríu fór í loftið í dag. Jóhann Skúli fær góða gesti til sín í þættinum og velja gestirnir bestu 11 leikmenn sem þeir spiluðu með á ferlinum ásamt því að deila skemmtilegum sögum. Eitthvað sem Hermann ætti að eiga nóg af. Áður hafa til að mynda Guðmundur Benediktsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð), Kristján Óli Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Hallbera Guðný Gísladóttir og margir fleiri mætt í stúdíó til Jóhanns og valið draumalið sitt. Sjá einnig: Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum SUMMER DROP ALERT #WeGoAgainHemmi Hreiðars valdi draumaliðið sitt og ræddi við mig um hvernig það er að sigra þá elstu og virtustu og leikmenn sem hann fílaði í klefanum og leikmenn sem hann fílaði ekki. Einn Íslendingur í liðinu.https://t.co/9RaHyNEnZM— Jói Skúli (@joiskuli10) April 23, 2020 Hermann Hreiðarsson var atvinnumaður í Englandi í 15 ár. Lék hann með Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth og Coventry City. Þá lék hann með ÍBV hér heima ásamt því að þjálfa liðið eftir að hann lagði skóna á hilluna. Í dag er Hermann aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend United í ensku C-deildinni. Hemmi, eins og hann er nær alltaf kallaður, lék einnig á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Það reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir sjá að aðeins einn íslensku leikmaður kemst í draumalið hans, og það er ekki Eiður Smári Guðjohnsen. Lið Hermanns litast mjög svo af veru hans í Portsmouth en það var líklega besti tími hans sem atvinnumanns. Með Harry Redknapp við stjórnvölin lenti liðið í 8. sæti tímabilið 2007 til 2008 og vann liðið enska FA bikarinn sama ár. Í kjölfarið var fagnað vel og innilega. Alls eru sex leikmenn úr Portsmouth liðinu sem varð bikarmeistari í draumaliði Hermanns ásamt honum sjálfum en liðinu er stillt upp í 4-3-3 leikkerfi. David James, sem Hermann sannfærði á einhvern ótrúlegan hátt um að spila með ÍBV sumarið 2014, er í markinu. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, er í hægri bakverðinum. Þá eru Sol Campbell, samstarfsmaður Hemma hjá Southend, og Sylvain Distin í hjarta varnarinnar á meðan Hemmi er í vinstri bakverði. Á miðjunni er hinn öflugi Sulley Muntari og á vængnum er svo Niko Kranjcar, leikmaður sem Redknapp keypti þrisvar á ferlinum. Aðrir leikmenn liðsins eru Jim Magilton, Matt Holland [báðir miðjumenn] á meðan Attilio Lombardi er á hinum vængnum og Heiðar Helguson leiðir línuna. Sá síðastnefndi er eini Íslendingurinn sem kemst í lið Hermanns. Athygli vekur að Eiður Smári er hvergi sjáanlegur en eflaust hefur Hermann nefnt góða og gilda ástæðu fyrir því. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék með fjöldanum öllum af leikmönnum á sínum tíma. Aðeins einn íslenskur leikmaður kemst því í draumalið Hermanns. Hermann Hreiðarsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpinu Draumaliðið en fyrsti þáttur í fjórðu seríu fór í loftið í dag. Jóhann Skúli fær góða gesti til sín í þættinum og velja gestirnir bestu 11 leikmenn sem þeir spiluðu með á ferlinum ásamt því að deila skemmtilegum sögum. Eitthvað sem Hermann ætti að eiga nóg af. Áður hafa til að mynda Guðmundur Benediktsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð), Kristján Óli Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Hallbera Guðný Gísladóttir og margir fleiri mætt í stúdíó til Jóhanns og valið draumalið sitt. Sjá einnig: Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum SUMMER DROP ALERT #WeGoAgainHemmi Hreiðars valdi draumaliðið sitt og ræddi við mig um hvernig það er að sigra þá elstu og virtustu og leikmenn sem hann fílaði í klefanum og leikmenn sem hann fílaði ekki. Einn Íslendingur í liðinu.https://t.co/9RaHyNEnZM— Jói Skúli (@joiskuli10) April 23, 2020 Hermann Hreiðarsson var atvinnumaður í Englandi í 15 ár. Lék hann með Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth og Coventry City. Þá lék hann með ÍBV hér heima ásamt því að þjálfa liðið eftir að hann lagði skóna á hilluna. Í dag er Hermann aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend United í ensku C-deildinni. Hemmi, eins og hann er nær alltaf kallaður, lék einnig á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Það reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir sjá að aðeins einn íslensku leikmaður kemst í draumalið hans, og það er ekki Eiður Smári Guðjohnsen. Lið Hermanns litast mjög svo af veru hans í Portsmouth en það var líklega besti tími hans sem atvinnumanns. Með Harry Redknapp við stjórnvölin lenti liðið í 8. sæti tímabilið 2007 til 2008 og vann liðið enska FA bikarinn sama ár. Í kjölfarið var fagnað vel og innilega. Alls eru sex leikmenn úr Portsmouth liðinu sem varð bikarmeistari í draumaliði Hermanns ásamt honum sjálfum en liðinu er stillt upp í 4-3-3 leikkerfi. David James, sem Hermann sannfærði á einhvern ótrúlegan hátt um að spila með ÍBV sumarið 2014, er í markinu. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, er í hægri bakverðinum. Þá eru Sol Campbell, samstarfsmaður Hemma hjá Southend, og Sylvain Distin í hjarta varnarinnar á meðan Hemmi er í vinstri bakverði. Á miðjunni er hinn öflugi Sulley Muntari og á vængnum er svo Niko Kranjcar, leikmaður sem Redknapp keypti þrisvar á ferlinum. Aðrir leikmenn liðsins eru Jim Magilton, Matt Holland [báðir miðjumenn] á meðan Attilio Lombardi er á hinum vængnum og Heiðar Helguson leiðir línuna. Sá síðastnefndi er eini Íslendingurinn sem kemst í lið Hermanns. Athygli vekur að Eiður Smári er hvergi sjáanlegur en eflaust hefur Hermann nefnt góða og gilda ástæðu fyrir því.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00