Aðeins einn íslenskur leikmaður í draumaliði Hermanns Hreiðarssonar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 19:00 Tími Hermanns í Portsmouth var hans besti á ferlinum. Á myndinni með honum er maðurinn sem hann valdi í hægri bakvörðinn á draumaliði sínu. Phil Cole/Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék með fjöldanum öllum af leikmönnum á sínum tíma. Aðeins einn íslenskur leikmaður kemst því í draumalið Hermanns. Hermann Hreiðarsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpinu Draumaliðið en fyrsti þáttur í fjórðu seríu fór í loftið í dag. Jóhann Skúli fær góða gesti til sín í þættinum og velja gestirnir bestu 11 leikmenn sem þeir spiluðu með á ferlinum ásamt því að deila skemmtilegum sögum. Eitthvað sem Hermann ætti að eiga nóg af. Áður hafa til að mynda Guðmundur Benediktsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð), Kristján Óli Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Hallbera Guðný Gísladóttir og margir fleiri mætt í stúdíó til Jóhanns og valið draumalið sitt. Sjá einnig: Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum SUMMER DROP ALERT #WeGoAgainHemmi Hreiðars valdi draumaliðið sitt og ræddi við mig um hvernig það er að sigra þá elstu og virtustu og leikmenn sem hann fílaði í klefanum og leikmenn sem hann fílaði ekki. Einn Íslendingur í liðinu.https://t.co/9RaHyNEnZM— Jói Skúli (@joiskuli10) April 23, 2020 Hermann Hreiðarsson var atvinnumaður í Englandi í 15 ár. Lék hann með Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth og Coventry City. Þá lék hann með ÍBV hér heima ásamt því að þjálfa liðið eftir að hann lagði skóna á hilluna. Í dag er Hermann aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend United í ensku C-deildinni. Hemmi, eins og hann er nær alltaf kallaður, lék einnig á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Það reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir sjá að aðeins einn íslensku leikmaður kemst í draumalið hans, og það er ekki Eiður Smári Guðjohnsen. Lið Hermanns litast mjög svo af veru hans í Portsmouth en það var líklega besti tími hans sem atvinnumanns. Með Harry Redknapp við stjórnvölin lenti liðið í 8. sæti tímabilið 2007 til 2008 og vann liðið enska FA bikarinn sama ár. Í kjölfarið var fagnað vel og innilega. Alls eru sex leikmenn úr Portsmouth liðinu sem varð bikarmeistari í draumaliði Hermanns ásamt honum sjálfum en liðinu er stillt upp í 4-3-3 leikkerfi. David James, sem Hermann sannfærði á einhvern ótrúlegan hátt um að spila með ÍBV sumarið 2014, er í markinu. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, er í hægri bakverðinum. Þá eru Sol Campbell, samstarfsmaður Hemma hjá Southend, og Sylvain Distin í hjarta varnarinnar á meðan Hemmi er í vinstri bakverði. Á miðjunni er hinn öflugi Sulley Muntari og á vængnum er svo Niko Kranjcar, leikmaður sem Redknapp keypti þrisvar á ferlinum. Aðrir leikmenn liðsins eru Jim Magilton, Matt Holland [báðir miðjumenn] á meðan Attilio Lombardi er á hinum vængnum og Heiðar Helguson leiðir línuna. Sá síðastnefndi er eini Íslendingurinn sem kemst í lið Hermanns. Athygli vekur að Eiður Smári er hvergi sjáanlegur en eflaust hefur Hermann nefnt góða og gilda ástæðu fyrir því. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék með fjöldanum öllum af leikmönnum á sínum tíma. Aðeins einn íslenskur leikmaður kemst því í draumalið Hermanns. Hermann Hreiðarsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpinu Draumaliðið en fyrsti þáttur í fjórðu seríu fór í loftið í dag. Jóhann Skúli fær góða gesti til sín í þættinum og velja gestirnir bestu 11 leikmenn sem þeir spiluðu með á ferlinum ásamt því að deila skemmtilegum sögum. Eitthvað sem Hermann ætti að eiga nóg af. Áður hafa til að mynda Guðmundur Benediktsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð), Kristján Óli Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Hallbera Guðný Gísladóttir og margir fleiri mætt í stúdíó til Jóhanns og valið draumalið sitt. Sjá einnig: Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum SUMMER DROP ALERT #WeGoAgainHemmi Hreiðars valdi draumaliðið sitt og ræddi við mig um hvernig það er að sigra þá elstu og virtustu og leikmenn sem hann fílaði í klefanum og leikmenn sem hann fílaði ekki. Einn Íslendingur í liðinu.https://t.co/9RaHyNEnZM— Jói Skúli (@joiskuli10) April 23, 2020 Hermann Hreiðarsson var atvinnumaður í Englandi í 15 ár. Lék hann með Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth og Coventry City. Þá lék hann með ÍBV hér heima ásamt því að þjálfa liðið eftir að hann lagði skóna á hilluna. Í dag er Hermann aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend United í ensku C-deildinni. Hemmi, eins og hann er nær alltaf kallaður, lék einnig á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Það reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir sjá að aðeins einn íslensku leikmaður kemst í draumalið hans, og það er ekki Eiður Smári Guðjohnsen. Lið Hermanns litast mjög svo af veru hans í Portsmouth en það var líklega besti tími hans sem atvinnumanns. Með Harry Redknapp við stjórnvölin lenti liðið í 8. sæti tímabilið 2007 til 2008 og vann liðið enska FA bikarinn sama ár. Í kjölfarið var fagnað vel og innilega. Alls eru sex leikmenn úr Portsmouth liðinu sem varð bikarmeistari í draumaliði Hermanns ásamt honum sjálfum en liðinu er stillt upp í 4-3-3 leikkerfi. David James, sem Hermann sannfærði á einhvern ótrúlegan hátt um að spila með ÍBV sumarið 2014, er í markinu. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, er í hægri bakverðinum. Þá eru Sol Campbell, samstarfsmaður Hemma hjá Southend, og Sylvain Distin í hjarta varnarinnar á meðan Hemmi er í vinstri bakverði. Á miðjunni er hinn öflugi Sulley Muntari og á vængnum er svo Niko Kranjcar, leikmaður sem Redknapp keypti þrisvar á ferlinum. Aðrir leikmenn liðsins eru Jim Magilton, Matt Holland [báðir miðjumenn] á meðan Attilio Lombardi er á hinum vængnum og Heiðar Helguson leiðir línuna. Sá síðastnefndi er eini Íslendingurinn sem kemst í lið Hermanns. Athygli vekur að Eiður Smári er hvergi sjáanlegur en eflaust hefur Hermann nefnt góða og gilda ástæðu fyrir því.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00