Englendingurinn Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína eftir leik Tottenham Hotspur og Norwich City í enska FA-bikarnum í síðasta mánuði.
Eftir leikinn, sem Norwich City vann í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, náðist Dier á myndband þar sem hann stökk upp í stúku til að ræða við aðdáendur Norwich sem stóðu í stappi við bróðir Dier.
The full story as FA charge Eric Dier for his confrontation with a Spurs fan #THFC #COYS https://t.co/E6L6Li6fjd
— Jonathan Veal (@jonathandveal83) April 23, 2020
Var Dier stöðvaður ferð sinni um stúkuna áður en hann náði í skottið á þeim sem hann vildi ræða við.
Enska kanttspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Dier fyrir framkomuna enda mega leikmenn ekki fara upp í stúku á meðan, né eftir, leik stendur.
Dier hefur til 8. maí til að svara ákærunni.