Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 11:11 Á meðan flest ríki heims reyna að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda greiðir ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta götu kolaframleiðenda og orkuvera. Vísir/Getty Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00