Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 17:00 Teikning af Tess. Vísir/NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið. SpaceX Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið.
SpaceX Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira