Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 17:00 Teikning af Tess. Vísir/NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið. SpaceX Vísindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið.
SpaceX Vísindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira