Erlent

Verkfallinu hjá GM lokið

Verkfallinu hjá GM lauk í dag eftir aðeins tvo sólarhring og um leið stigu hlutabréf í fyrirtækinu um tæp 9% á markaðinum vestan hafs. Verkfallið var hið fyrsta hjá GM á síðustu rúmu 30 árum en það náði til um 73.000 verkamanna fyrirtækisins.

Verkalýðsfélagið United Auto Workers og GM náðu samkomulagi í dag en höfuðatriði þess er stofnun sérstaks sjóðs sem sjá mun um sjúkratryggingar hjá 330.000 verkamönnum sem komnir eru á eftirlaun, núverandi verkamönnum fyrirtækisins og mökum þeirra.

Ron Gettelfinger formaður UAW er ánægður með málalyktir og segir að hann sé einnig viss um að eftirlaunaþegarnir séu það einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×