Erlent

Fékk fót í kaupbæti

Bandarísk húsmóðir fékk óvæntan kaupauka á dögunum þegar hún keypti sér eldavél á uppboði í Norður Karólínu. Þegar Shannon Whisnant opnaði eldavélina góðu heima hjá sér kom í ljós fótur af manni.

Hún tilkynnti lögreglunni þegar í stað um fundinn og eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að fyrrverandi eigandi eldavélarinnar hafði geymt fótinn í vélinni.

Maðurinn lenti í flugslysi fyrir mörgum árum síðan og þá þurftu læknar að taka fótinn af honum við ökla. Hann sagði lögreglu að hann hefði geymt fótinn „af trúarlegum ástæðum," en síðan gleymdi hann fótnum í vélinni þegar hann lét setja hana í búslóðageymslu.

Eldavélin fór svo á uppboðið þar sem Shannon keypti hana vegna þess að maðurinn hafði látið hjá líða að greiða leiguna af geymslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×