Erlent

Rather kallar Bush fyrir sem vitni

Fréttamaðurinn þekkti Dan Rather lét að því liggja í spjallþætti í kvöld að hann myndi kalla George Bush Bandaríkjaforseta fyrir sem vitni í málaferlum sínum gegn CBS sjónvarpsstöðinni. Rather telur að uppsögn sín hjá CBS árið 2004 hafi verið ólögmæt en hún kom í kjölfar fréttar hans um brokkgengann feril Bush í þjóðvarðliði Texas.

 

Það var í spjallþættinum Q%A Café sem Rather var spurður að því hvort hann myndi kalla Bush sem vitni, komi mál hans fyrir dómstóla. "Ég vil ekki svara þeirri spurningu," sagði Rather en þáttastjórnandinn Carol Joynt segir að augnaráð Rathers hafi gefið sterklega í skyn að það væri einmitt það sem hann ætlar sér að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×