Enski boltinn

Eiður í aðalhlutverki á bakvið tjöldin í Bolton | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen var í stóru hlutverki í sigri Bolton á Fulham í ensku b-deildinni í vikunni en hann bar fyrirliðabandið og skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum. Eiður Smári var líka hrókur alls fagnaðar að tjaldabaki.

Bolton Wanderers FC hefur nú tekið saman myndband sem sýnir allt umstangið á bak við tjöldin í tengslum við leikinn sem fram fór á heimavelli Bolton, Macron Stadium.

Það er gaman að sjá eldri mann mæta með gamlan Bolton-búning merktum Guðjohnsen frá því þegar Eiður Smári spilaði númer tólf hjá Bolton á árunum 1998 til 2000.

Eiður Smári var fyrirliði Bolton í þessum leik og það var hann sem mætti með leikskýrsluna fyrir leikinn.

Eiðir Smári sést líka hita upp með félögum sínum og þá endar myndbandið á því að hann undirbýr sig að leiða sitt lið inn á völlinn en með honum í farabroddi voru ungir stuðningsmenn Bolton Wanderers.

Myndbandið má finna hér fyrir neðan og það er ljóst á öllu að mikil stemning er í kringum endurkomu Eiðs Smára Guðjohnsen til Bolton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×