Erlent

Sveitir NATO til Svíþjóðar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Samkomulag Svía við NATO á að taka gildi 2016.
Samkomulag Svía við NATO á að taka gildi 2016. VÍSIR/GVA
Sænsk stjórnvöld ákváðu í gær að undirrita samninga við Atlantshafsbandalagið, NATO, sem gerir hersveitum bandalagsins mögulegt að koma til Svíþjóðar í boði stjórnvalda.

Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Karin Enström, segir í viðtali við sænska fjölmiðla að samkomulagið auki möguleikana á að veita og þiggja hernaðarlega aðstoð.

Gert er ráð fyrir að samkomulagið taki gildi árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×