Hluthafafundur DV hafinn: Þorsteinn lofar frelsi og Reynir einhverju óvæntu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. ágúst 2014 15:21 Jón Trausti Reynisson, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Kolbeinn Þorsteinsson og Reynir Traustason á fundinum sem hófst klukkan 3. Vísir/Anton Þorsteinn Guðnason, sem gegndi stöðu stjórnarformanns DV og leiðir nú hóp fjárfesta sem ætla sér að kaupa DV, segir að ef hans áætlanir um að kaupa meirihluta í DV nái í gegn muni enn vera stunduð frjáls fjölmiðlun þar. Þetta segir hann í snörpu samtali við Vísi, rétt áður en hann hélt á hluthafafund DV sem hófst nú klukkan þrjú í dag og búist er við miklum látum. „Á meðan ég gegndi stjórnarformennsku í DV kom ég aldrei nálægt efnistökum og mun ekki gera það ef okkar plön ganga eftir. Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn og bætir við: „DV verður áfram frjálst og óháð.“ Reynir Traustason hefur áður sagt að þessar tilraunir ákveðinna manna til að kaupa meirihluta í DV væru ógn fyrir frjálsa blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu," sagði Reynir í frétt Vísis, fyrr í mánuðinum.Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson ræðast við fyrir fundinn.Vísir/AntonEitthvað gæti komið á óvart Þegar Reynir Traustason gekk inn á Hótel Natura fyrir skömmu sagði hann við blaðamann Vísis að hann reiknaði með því að vera ritstjóri DV í kvöld. Það er ólíkt því sem hann sagði í þættinum Harmageddon fyrr í vikunni, en þá sagðist hann reikna með því að hætta sem ritstjóri. Í gær sagði hann í viðtali við Kastljós að eitthvað gæti komið á óvart á fundinum. Þegar hann var spurður að því áðan hvað það gæti verið sagði hann að fólk yrði bara að bíða þar til fundinum væri lokið. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og Björn Leifsson sáust einnig ganga inn á fundinn. Hörð barátta er nú í gangi um eignarhald blaðsins. Björn Leifsson hefur sagt að það sé markmið sitt að koma Reyni Traustasyni frá, hann ætli sér að taka þátt í kaupum á meirihlutablaðsins til að koma sínu markmiði að: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“Sigurður G. Guðjónsson, Björn Leifsson og fleiri á hluthafafundinum á Hótel Natura.Vísir/Anton Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Þorsteinn Guðnason, sem gegndi stöðu stjórnarformanns DV og leiðir nú hóp fjárfesta sem ætla sér að kaupa DV, segir að ef hans áætlanir um að kaupa meirihluta í DV nái í gegn muni enn vera stunduð frjáls fjölmiðlun þar. Þetta segir hann í snörpu samtali við Vísi, rétt áður en hann hélt á hluthafafund DV sem hófst nú klukkan þrjú í dag og búist er við miklum látum. „Á meðan ég gegndi stjórnarformennsku í DV kom ég aldrei nálægt efnistökum og mun ekki gera það ef okkar plön ganga eftir. Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn og bætir við: „DV verður áfram frjálst og óháð.“ Reynir Traustason hefur áður sagt að þessar tilraunir ákveðinna manna til að kaupa meirihluta í DV væru ógn fyrir frjálsa blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu," sagði Reynir í frétt Vísis, fyrr í mánuðinum.Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson ræðast við fyrir fundinn.Vísir/AntonEitthvað gæti komið á óvart Þegar Reynir Traustason gekk inn á Hótel Natura fyrir skömmu sagði hann við blaðamann Vísis að hann reiknaði með því að vera ritstjóri DV í kvöld. Það er ólíkt því sem hann sagði í þættinum Harmageddon fyrr í vikunni, en þá sagðist hann reikna með því að hætta sem ritstjóri. Í gær sagði hann í viðtali við Kastljós að eitthvað gæti komið á óvart á fundinum. Þegar hann var spurður að því áðan hvað það gæti verið sagði hann að fólk yrði bara að bíða þar til fundinum væri lokið. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og Björn Leifsson sáust einnig ganga inn á fundinn. Hörð barátta er nú í gangi um eignarhald blaðsins. Björn Leifsson hefur sagt að það sé markmið sitt að koma Reyni Traustasyni frá, hann ætli sér að taka þátt í kaupum á meirihlutablaðsins til að koma sínu markmiði að: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“Sigurður G. Guðjónsson, Björn Leifsson og fleiri á hluthafafundinum á Hótel Natura.Vísir/Anton
Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41
Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51
Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27