Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. ágúst 2014 14:18 Reynir Traustason, ritstjóri DV Vísir/Stefán „Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“ Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“
Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51
Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26