Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. ágúst 2014 14:18 Reynir Traustason, ritstjóri DV Vísir/Stefán „Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“ Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
„Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“
Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51
Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26