Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. ágúst 2014 14:18 Reynir Traustason, ritstjóri DV Vísir/Stefán „Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“ Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“
Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51
Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26