Faraldurinn raskar veðurathugunum í háloftunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 09:00 Easyjet er eitt þeirra flugfélaga sem hafa gert veðurathuganir en hefur nú kyrrsett flota sinn vegna kórónuveirufaraldursins. Elin Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir að gagnaskorturinn gæti komið niður á skammtímaveðurspám. Vísir/samsett Lömun flugsamgangna í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur fækkað veðurathugunum í háloftunum verulega á undanförnum vikum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin lýsir áhyggjum af áhrifunum á veðurspár og loftslagsrannsóknir. Íslenskur veðurfræðingur segir að loftbelgjamælingum hafi verið fjölgað hér á landi til að bregðast við. Erfitt sé að merkja áhrif færri athugana á veðurspár enn sem komið er vegna árstíðaskiptanna. Aðgerðir ríkja heims til að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum hefur sett farþegaflug í lamasess. Lágfargjaldaflugfélagið Easyjet kyrrsetti flota sinn í vikunni og mörg önnur félög fljúga aðeins brot af venjulegri áætlun sinni. Það er ekki aðeins ferðamanna- og þjónustuiðnaðurinn sem líður fyrir samdrátt í flugsamgöngum heldur einnig veðurfræðingar því undanfarin ár hafa almennar farþegaflugvélar séð þeim fyrir fjölda athugana á veðurfari í þotuhæð. Flugfélög eins og Easyjet, Lufthansa og SAS hafa meðal annars tekið þátt í athugununum. AMDAR-verkefnið svonefnda nýtir skynjara, tölvur og fjarskiptabúnað um 3.000 flugvéla til þess að safna, vinna, sníða og senda veðurathuganir til stöðva á jörðu niðri. Saman hafa flugvélarnar lagt til um 700.000 veðurathuganir á hverjum degi, þar á meðal á hitastigi, vindhraða og átt en einnig á rakastigi og jafnvel ókyrrð í lofti. Þessum athugunum hefur fækkað verulega undanfarnar tvær vikur, sérstaklega yfir Evrópu. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) lýsti áhyggjum sínum af því að kórónuveirufaraldurinn hafi þannig áhrif á magn og gæði veðurathugana, veðurspáa og loftslagsrannsókna í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær. „Eins og sakir standa er búist við því að neikvæð áhrif taps á athugunum á gæði veðurspáa verði tiltölulega hófleg. Hins vegar, eftir því sem athugunum frá flugvélum fækkar frekar gætum við reiknað með áframhaldandi hnignunar í áreiðanleika veðurspáa,“ segir Lars Peter Riishojgaard, forstöðumaður jarðkerfa hjá WMO. Graf sem sýnir samdrátt í veðurathugunum evrópskra flugfélaga sem taka þátt í AMDAR-verkefninu í mars.Alþjóðaveðurfræðistofunin (WMO) Erfitt að meta áhrifin vegna árstíðaskiptanna Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að Evrópureiknimiðstöðin í veðurfræði (ECMWF), sem Veðurstofan byggir spár sína á, noti AMDAR-gögnin mikið til að bæta gagnagreiningu fyrir veðurlíkön. Miðstöðin hafi vakið athygli á því að fækkun flugferða vegna faraldursins gæti haft áhrif á veðurspár þeirra þegar fyrir nokkrum vikum. ECMWF gerði tilraunir með næmni veðurlíkans síns þar sem miðstöðin keyrði veðurspár með og án háloftagagnanna. Elín Björk segir að gagnaskorturinn hafi haft mest áhrif á skammtímaveðurspár en hverfandi á langtímaspár. „Við notum spárnar frá Evrópureiknimiðstöðinni, það eru okkar grunnspár. Ef hún verður óstöðugri finnum við fljótlega fyrir því,“ segir Elín Björk. Erfitt er þó að segja til um hvort að færri athuganir í háloftunum séu farnar að hafa áhrif á gæði veðurspáa á Íslandi því veðurfar er allajafna óstöðugt á þessum árstíma vegna árstíðaskiptanna. „Ég hef alveg séð að það hefur verið svolítið hlaup á veðurspánum kannski undanfarnar tvær vikur. Það er mjög erfitt að meta nákvæmlega hvort það hefði eða hefði ekki gerst því við erum á þannig árstíð. Ég er nú ekki tilbúin að kenna því um strax að við höfum misst gögn,“ segir Elín Björk. Veðurspár eru metnar mánaðarlega og þeim gefið skor fyrir hversu nákvæmar þær eru. Elín Björk segir að það verði gert fyrir marsmánuð á næstu dögum. Athyglisvert verði að bera saman áreiðanleika veðurspáa í mars og apríl nú fyrir sömu mánuði í fyrra og sjá hvort að tölfræðilega marktæk breyting hafi orðið. Vanalega sleppir Veðurstofan tveimur veðurbelgjum á loft við Keflavíkurflugvöll á sólarhring. Það er nú gert fjórum sinnum á sólarhring til að vega upp á móti þeim gögnum sem fást ekki því flugumferð liggur niðri.Jón Bjarni Friðriksson Senda upp fleiri veðurbelgi í Keflavík og á Egilsstöðum Á meðan faraldurinn geisar enn og flugferðir liggja niðri reyna veðurstofur að bregðast við með því stoppa í götin eins og þær geta. Elín Björk segir að hér á landi hafi verið gripið til þess ráðs að senda upp fleiri veðurloftbelgi. Á Keflavíkurflugvelli eru veðurbelgir sendir á loft fjórum sinnum á sólarhring í stað tvisvar sinnum áður. Á Egilsstöðum hefur belgjunum verið fjölgað úr einum í tvo á sólarhring. „Þetta eru stórar helíumfylltar blöðrur sem taka í raun snið af lofthjúpnum og stíga alveg upp nánast í útjaðar gufuhvolfsins. Við höfum aukið við þessar mælingar til að koma til móts við gagnaskortinn sem verður af því að flugvélarnar fljúga ekki lengur,“ segir hún. WMO varar við því að faraldurinn geti einnig haft áhrif á veðurathuganir á jörðu niðri. Í flestum þróuðum ríkjum, þar á meðal á Íslandi, eru athuganirnar að mestu leyti algerlega sjálfvirkar en víða í þróunarríkjum eru mælingar enn gerðar handvirkt. Umtalsverð fækkun hefur orðið á slíkum athugunum frá því að faraldurinn hófst en stofnunin rannsakar hvort fleiri þættir en kórónuveiran spili þar inn í. Við loftslagsrannsóknir skipta stöðugar langtímamæliraðir miklu máli. Elín Björk segir að flugmælingarnar séu yfirleitt ekki inni í langtímaröðum enda séu þær frekar nýjar af nálinni. Á jörðu niðri fara áhrif á langtímaraðir eftir hvernig athugunum er safnað. „Í ríkjum þar sem mikill hluti mælinga er gerður handvirkt gæti þetta vissulega haft áhrif en minni á sjálfvirku stöðvunum,“ segir hún. Veður Vísindi Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 Óttast mjög um stöðu flugfélaga Flugvellir víðs vegar um heiminn eru nú yfirfullir af flugvélum, enda hefur ferðum fækkað talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg ríki hafa sett á ferðabann og ljóst er að tekjutap flugfélaga heimsins er mikið. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Lömun flugsamgangna í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur fækkað veðurathugunum í háloftunum verulega á undanförnum vikum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin lýsir áhyggjum af áhrifunum á veðurspár og loftslagsrannsóknir. Íslenskur veðurfræðingur segir að loftbelgjamælingum hafi verið fjölgað hér á landi til að bregðast við. Erfitt sé að merkja áhrif færri athugana á veðurspár enn sem komið er vegna árstíðaskiptanna. Aðgerðir ríkja heims til að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum hefur sett farþegaflug í lamasess. Lágfargjaldaflugfélagið Easyjet kyrrsetti flota sinn í vikunni og mörg önnur félög fljúga aðeins brot af venjulegri áætlun sinni. Það er ekki aðeins ferðamanna- og þjónustuiðnaðurinn sem líður fyrir samdrátt í flugsamgöngum heldur einnig veðurfræðingar því undanfarin ár hafa almennar farþegaflugvélar séð þeim fyrir fjölda athugana á veðurfari í þotuhæð. Flugfélög eins og Easyjet, Lufthansa og SAS hafa meðal annars tekið þátt í athugununum. AMDAR-verkefnið svonefnda nýtir skynjara, tölvur og fjarskiptabúnað um 3.000 flugvéla til þess að safna, vinna, sníða og senda veðurathuganir til stöðva á jörðu niðri. Saman hafa flugvélarnar lagt til um 700.000 veðurathuganir á hverjum degi, þar á meðal á hitastigi, vindhraða og átt en einnig á rakastigi og jafnvel ókyrrð í lofti. Þessum athugunum hefur fækkað verulega undanfarnar tvær vikur, sérstaklega yfir Evrópu. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) lýsti áhyggjum sínum af því að kórónuveirufaraldurinn hafi þannig áhrif á magn og gæði veðurathugana, veðurspáa og loftslagsrannsókna í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær. „Eins og sakir standa er búist við því að neikvæð áhrif taps á athugunum á gæði veðurspáa verði tiltölulega hófleg. Hins vegar, eftir því sem athugunum frá flugvélum fækkar frekar gætum við reiknað með áframhaldandi hnignunar í áreiðanleika veðurspáa,“ segir Lars Peter Riishojgaard, forstöðumaður jarðkerfa hjá WMO. Graf sem sýnir samdrátt í veðurathugunum evrópskra flugfélaga sem taka þátt í AMDAR-verkefninu í mars.Alþjóðaveðurfræðistofunin (WMO) Erfitt að meta áhrifin vegna árstíðaskiptanna Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að Evrópureiknimiðstöðin í veðurfræði (ECMWF), sem Veðurstofan byggir spár sína á, noti AMDAR-gögnin mikið til að bæta gagnagreiningu fyrir veðurlíkön. Miðstöðin hafi vakið athygli á því að fækkun flugferða vegna faraldursins gæti haft áhrif á veðurspár þeirra þegar fyrir nokkrum vikum. ECMWF gerði tilraunir með næmni veðurlíkans síns þar sem miðstöðin keyrði veðurspár með og án háloftagagnanna. Elín Björk segir að gagnaskorturinn hafi haft mest áhrif á skammtímaveðurspár en hverfandi á langtímaspár. „Við notum spárnar frá Evrópureiknimiðstöðinni, það eru okkar grunnspár. Ef hún verður óstöðugri finnum við fljótlega fyrir því,“ segir Elín Björk. Erfitt er þó að segja til um hvort að færri athuganir í háloftunum séu farnar að hafa áhrif á gæði veðurspáa á Íslandi því veðurfar er allajafna óstöðugt á þessum árstíma vegna árstíðaskiptanna. „Ég hef alveg séð að það hefur verið svolítið hlaup á veðurspánum kannski undanfarnar tvær vikur. Það er mjög erfitt að meta nákvæmlega hvort það hefði eða hefði ekki gerst því við erum á þannig árstíð. Ég er nú ekki tilbúin að kenna því um strax að við höfum misst gögn,“ segir Elín Björk. Veðurspár eru metnar mánaðarlega og þeim gefið skor fyrir hversu nákvæmar þær eru. Elín Björk segir að það verði gert fyrir marsmánuð á næstu dögum. Athyglisvert verði að bera saman áreiðanleika veðurspáa í mars og apríl nú fyrir sömu mánuði í fyrra og sjá hvort að tölfræðilega marktæk breyting hafi orðið. Vanalega sleppir Veðurstofan tveimur veðurbelgjum á loft við Keflavíkurflugvöll á sólarhring. Það er nú gert fjórum sinnum á sólarhring til að vega upp á móti þeim gögnum sem fást ekki því flugumferð liggur niðri.Jón Bjarni Friðriksson Senda upp fleiri veðurbelgi í Keflavík og á Egilsstöðum Á meðan faraldurinn geisar enn og flugferðir liggja niðri reyna veðurstofur að bregðast við með því stoppa í götin eins og þær geta. Elín Björk segir að hér á landi hafi verið gripið til þess ráðs að senda upp fleiri veðurloftbelgi. Á Keflavíkurflugvelli eru veðurbelgir sendir á loft fjórum sinnum á sólarhring í stað tvisvar sinnum áður. Á Egilsstöðum hefur belgjunum verið fjölgað úr einum í tvo á sólarhring. „Þetta eru stórar helíumfylltar blöðrur sem taka í raun snið af lofthjúpnum og stíga alveg upp nánast í útjaðar gufuhvolfsins. Við höfum aukið við þessar mælingar til að koma til móts við gagnaskortinn sem verður af því að flugvélarnar fljúga ekki lengur,“ segir hún. WMO varar við því að faraldurinn geti einnig haft áhrif á veðurathuganir á jörðu niðri. Í flestum þróuðum ríkjum, þar á meðal á Íslandi, eru athuganirnar að mestu leyti algerlega sjálfvirkar en víða í þróunarríkjum eru mælingar enn gerðar handvirkt. Umtalsverð fækkun hefur orðið á slíkum athugunum frá því að faraldurinn hófst en stofnunin rannsakar hvort fleiri þættir en kórónuveiran spili þar inn í. Við loftslagsrannsóknir skipta stöðugar langtímamæliraðir miklu máli. Elín Björk segir að flugmælingarnar séu yfirleitt ekki inni í langtímaröðum enda séu þær frekar nýjar af nálinni. Á jörðu niðri fara áhrif á langtímaraðir eftir hvernig athugunum er safnað. „Í ríkjum þar sem mikill hluti mælinga er gerður handvirkt gæti þetta vissulega haft áhrif en minni á sjálfvirku stöðvunum,“ segir hún.
Veður Vísindi Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 Óttast mjög um stöðu flugfélaga Flugvellir víðs vegar um heiminn eru nú yfirfullir af flugvélum, enda hefur ferðum fækkað talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg ríki hafa sett á ferðabann og ljóst er að tekjutap flugfélaga heimsins er mikið. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57
Óttast mjög um stöðu flugfélaga Flugvellir víðs vegar um heiminn eru nú yfirfullir af flugvélum, enda hefur ferðum fækkað talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg ríki hafa sett á ferðabann og ljóst er að tekjutap flugfélaga heimsins er mikið. 30. mars 2020 19:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels