Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 09:57 Eftirspurn eftir flugferðum hefur hrunið vegna heimsfaraldursins. Því hefur Easyjet ákveðið á kyrrsetja á fjórða hundrað flugvéla í bili. Vísir/EPA Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. Bresk stjórnvöld vilja að starfsmenn flugfélaga vinni sjálfboðaliðastörf á sjúkrahúsum. Floti Easyjet telur 344 flugvélar og munu þær standa óhreyfðar á næstunni. Breska flugfélagið vísar í fordæmalausar ferðatakmarkanir sem ríki heims hafa komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Á þessu stigi er engin vissa um hvenær farþegaflutningaflugi verður haldið áfram. Við höldum áfram að meta ástandi stöðugt byggt á reglum og eftirspurn og látum markaðinn vita þegar við höfum skoðun,“ segir í tilkynningu Easyjet. Samkvæmt samkomulagi sem flugfélagið gerði við stéttarfélag starfsmanna verða áhafnir settar í leyfi í tvo mánuði og fá þær 80% launa sinna greidd frá breska ríkinu á meðan. Félagið segist þó standa vel og að viðræður við lánveitendur standi yfir. Bresk stjórnvöld hafa boðið þúsundum starfsmanna flugfélaga sem sitja nú auðum höndum vegna faraldursins að vinna sem sjálfboðaliðar á sérstökum sjúkrahúsum sem verða sett upp fyrir COVID-19-sjúklinga. Easyjet segist hafa komið þeim skilaboðum til um 9.000 starfsmanna sinna og Virgin Atlantic til um 4.000 starfsmanna. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) segir að fólkið yrði sett í ýmis störf eins og að skipta um á sjúkrarúmum, huga að sjúklingum og aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga í að bjarga mannslífum, að því er segir í frétt Washington Post. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. Bresk stjórnvöld vilja að starfsmenn flugfélaga vinni sjálfboðaliðastörf á sjúkrahúsum. Floti Easyjet telur 344 flugvélar og munu þær standa óhreyfðar á næstunni. Breska flugfélagið vísar í fordæmalausar ferðatakmarkanir sem ríki heims hafa komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Á þessu stigi er engin vissa um hvenær farþegaflutningaflugi verður haldið áfram. Við höldum áfram að meta ástandi stöðugt byggt á reglum og eftirspurn og látum markaðinn vita þegar við höfum skoðun,“ segir í tilkynningu Easyjet. Samkvæmt samkomulagi sem flugfélagið gerði við stéttarfélag starfsmanna verða áhafnir settar í leyfi í tvo mánuði og fá þær 80% launa sinna greidd frá breska ríkinu á meðan. Félagið segist þó standa vel og að viðræður við lánveitendur standi yfir. Bresk stjórnvöld hafa boðið þúsundum starfsmanna flugfélaga sem sitja nú auðum höndum vegna faraldursins að vinna sem sjálfboðaliðar á sérstökum sjúkrahúsum sem verða sett upp fyrir COVID-19-sjúklinga. Easyjet segist hafa komið þeim skilaboðum til um 9.000 starfsmanna sinna og Virgin Atlantic til um 4.000 starfsmanna. Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) segir að fólkið yrði sett í ýmis störf eins og að skipta um á sjúkrarúmum, huga að sjúklingum og aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga í að bjarga mannslífum, að því er segir í frétt Washington Post.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira