Vilja ekki að Samherjaskip yfirgefi Namibíu án þess að lögregla viti af því Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 09:45 Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu. Skjáskot/One Africa TV Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. Þetta kemur fram á namibíska fréttavefnum New Era en Rúv greindi fyrst frá hér á landi. Er þetta haft eftir Paulus Noa, yfirmanni spillingarlögreglunnar, sem segir að um sé að ræða gríðarlega umfangsmikið mál og að búist sé við að fleiri handtökur séu framundan vegna rannsóknar málsins.Fyrir helgi var greint frá því að sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafi áhyggjur um stöðu sína eftir að skipinu var siglt til Las Palmas á Kanarí-eyjum.Í frétt New Era segir að yfirvöld í Namibíu vinni nú að því að Saga skili sér aftur til Namibíu.Nokkrir fyrrverandi ráðherrar og einstaklingarþeim tengdir sitja í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins.Eru þeir grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið svonefnda.Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Refsing verður ákveðin miðvikudaginn 5. febrúar. 31. janúar 2020 16:42 „Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla“ Fjallað er um uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í afríska miðlinum Mail & Guardian í dag undir fyrirsögninni Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur. 31. janúar 2020 09:06 Segir endurkomu Þorsteins Más velta á niðurstöðu rannsóknar Wikborg Rein Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson muni snúa aftur í stól forstjóra Samherja. 24. janúar 2020 08:40 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. Þetta kemur fram á namibíska fréttavefnum New Era en Rúv greindi fyrst frá hér á landi. Er þetta haft eftir Paulus Noa, yfirmanni spillingarlögreglunnar, sem segir að um sé að ræða gríðarlega umfangsmikið mál og að búist sé við að fleiri handtökur séu framundan vegna rannsóknar málsins.Fyrir helgi var greint frá því að sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafi áhyggjur um stöðu sína eftir að skipinu var siglt til Las Palmas á Kanarí-eyjum.Í frétt New Era segir að yfirvöld í Namibíu vinni nú að því að Saga skili sér aftur til Namibíu.Nokkrir fyrrverandi ráðherrar og einstaklingarþeim tengdir sitja í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins.Eru þeir grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið svonefnda.Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Refsing verður ákveðin miðvikudaginn 5. febrúar. 31. janúar 2020 16:42 „Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla“ Fjallað er um uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í afríska miðlinum Mail & Guardian í dag undir fyrirsögninni Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur. 31. janúar 2020 09:06 Segir endurkomu Þorsteins Más velta á niðurstöðu rannsóknar Wikborg Rein Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson muni snúa aftur í stól forstjóra Samherja. 24. janúar 2020 08:40 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Refsing verður ákveðin miðvikudaginn 5. febrúar. 31. janúar 2020 16:42
„Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla“ Fjallað er um uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í afríska miðlinum Mail & Guardian í dag undir fyrirsögninni Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur. 31. janúar 2020 09:06
Segir endurkomu Þorsteins Más velta á niðurstöðu rannsóknar Wikborg Rein Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson muni snúa aftur í stól forstjóra Samherja. 24. janúar 2020 08:40
Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46