Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 16:42 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri þegar hann var leiddur fyrir dómara í nóvember. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira