Vill jarða orðróminn um að Keikó sé ekki grafinn í fjörunni í Norðurmæri Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2020 14:18 Frá staðnum við Halsa þar sem Keikó rak á land árið 2003. Getty Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju. Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju.
Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira