Erlent

Skreyttu píramídana í Giza með ljósum

Atli Ísleifsson skrifar
Staðfest kórónuveirusmit í Egyptalandi eru nú um sex hundruð.
Staðfest kórónuveirusmit í Egyptalandi eru nú um sex hundruð. AP/Nariman El-Mofty)

Egyptar skreyttu píramídana í Giza með ljósum í gærkvöldi til þess að lýsa yfir stuðningi við heilbrigðisstarfsfólk í landinu og hvetja fólk til þess að halda sig heima á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir.

Lokað hefur verið fyrir aðgang að píramídunum sem og öðrum kennileitum og tveggja vikna langt útgöngubann er í gildi í landinu.

Staðfest kórónuveirusmit í landinu eru nú um sex hundruð og eru fjörutíu dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.