Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 12:46 Bresk stjórnvöld gripu seinna til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en flest önnur Evrópuríki. Mannskaðinn í Bretlandi í faraldrinum er sá fimmti mesti í heiminum. Vísir/EPA Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14