Fótbolti

Özil á hafa neitað launalækkun og Piers Morgan sagði honum að skammast sín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mesut Özil er væntanlega á förum frá Arsenal.
Mesut Özil er væntanlega á förum frá Arsenal. vísir/getty

Tilkynnt var í gær að leikmenn og þjálfarateymi Arsenal hefðu tekið á sig 12,5% launalækkun vegna kórónuveirunnar en allir leikmenn liðsins voru ekki sammála þessari ákvörðun.

Svo segir The Guardian en Mesut Özil er talinn vera einn þeirra sem var ekki hrifinn af því að gefa eftir launin sín. Daily Mirror segir einnig að þrír leikmenn úr hópnum hafi ekki verið sáttir með lækkunina en ekki vitað hverjir hinir tveir eru.

Özil er launahæsti leikmaður Arsenal en hann þénar um 350 þúsund pund á viku. Hann á að hafa talað við aðra leikmenn liðsins að hann beri virðingu fyrir þeirra ákvörðun og þeir eigi að gera slíkt við sama við hans ákvörðun.

Hvorki Arsenal né umboðsmaður Özil hefur viljað tjá sig um málið en Piers Morgan, sjónvarpsmaður og stuðningsmaður Arsenal, sendi þeim þýska tóninn í sjónvarpsþættinum Good Morning Britan í morgun.

„Skammastu þín Özil,“ endurtók Piers í tvígang þegar hann fór yfir fréttir morgundagsins en Piers er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×