Dregið hefur úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2017 21:30 Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent