Dregið hefur úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2017 21:30 Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira