Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 18:04 Lögreglan í Brasilíu segir bandarísku sundkappana hafa skáldað sögu um að þeir hafi verið rændir. Eru þeir sagðir hafa gert það til að dreifa athygli frá deilu vegna skemmdrar hurðar á bensínstöð.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir heimildarmönnum sínum innan brasilísku lögreglunnar. Er einn af sundköppunum sagður hafa brotið baðherbergishurð á bensínstöðinni sem skapaði hávaðarifrildi þegar umsjónarmenn bensínstöðvarinnar spurðu Bandaríkjamennina hvort þeir myndu ekki bæta skemmdirnar. Eftir að öryggisverðir voru kallaðir á svæðið eru Bandaríkjamennirnir sagðir hafa greitt fyrir skemmdirnar og yfirgefið svæðið. Dómari í Brasilíu setti þrjá úr bandaríska sundliðinu í farbann vegna málsins í gær. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri aftur til Bandaríkjanna á mánudag. Áður en upp komst að Lochte hefði yfirgefið Brasilíu, hafði dómarinn fyrirskipað að vegabréf fjórmenninganna yrðu gerð upptæk og að mennirnir yrðu yfirheyrðir af lögreglu, í ljósi fregna þess efnis að misræmi væri í frásögnum mannanna er varðar ránið.Tveir þeirra, Gunnar Bentz og Jack Conger, voru fjarlægðir úr flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro í gærkvöldi. Liðsfélagi þeirra, James Feigen hafði verið eftir í Brasilíu. Lochte viðurkenndi sjálfur í gær að hann hefði verið frekar ónákvæmur í frásögn sinni um að hafa verið rændur af vopnuðum manni síðastliðinn sunnudag, en neitaði því staðfastlega að sagan væri uppspuni. „Ég myndi aldrei skálda slíka frásögn og ekki félagar mínir. Í rauninni lætur hún okkur alla líta fremur illa út,“ sagði Lochte í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn NBC. Talið er að félagar hans verði yfirheyrðir af lögreglu í dag. Locthe er einn af sigursælustu sundköppum Bandaríkjanna. Hann hefur unnið til tólf verðlauna á Ólympíuleikum og státaði eitt sinn af eigin raunveruleikaþætti. Hann keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í Rio og vann til að mynda til gullverðlauna í 4x200 metra boðsundi. James Feigen vann til gullverðlauna í 4x100 metra boðsundi. Bentz keppti í undanrásum í 4x200 metra boðsundi en ekki í úrslitum. Hann fékk engu að síður gullverðlaun fyrir þátttöku sína með bandaríska boðsundsliðinu. Frásagnir um hvað kom í raun og veru fyrir þessa sundkappa hafa verið afar misvísandi frá upphafi en svo virðist vera sem að þeir hafi ekki látið lögreglu í Brasilíu né stjórn Ólympíuleikanna vita af þessu máli strax. Fregnir bárust fyrst af málinu frá móður Lochte. Lochte sagði síðan sjálfur frá málinu í viðtali við NBC síðastliðinn sunnudag. Hann sagði sig og félaga sína hafa verið á leið heim í leigubíl eftir að hafa skoðað næturlíf Rio snemma á sunnudag þegar þeir voru stöðvaðir af mönnum sem skörtuðu einkennismerkjum lögreglumanna. Hann sagði mennina hafa dregið fram skammbyssu og skipað sundköppunum að leggjast niður. „Ég neitaði en þá beindu þeir byssunni að enninu mínu,“ sagði Lochte. Lochte hefur síðan þá breytt frásögn sinni, til að mynda á þá leið að leigubíllinn hefði ekki verið stöðvaður heldur að þeir hefðu verið rændir þegar bíllinn hafði verið stöðvaður á bensínstöð. Þá sagði hann að byssunni hefði ekki verið beint að enni sínu, Hann sagði þetta misræmi stafa af áfallastreitu vegna ránsins. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Lögreglan í Brasilíu segir bandarísku sundkappana hafa skáldað sögu um að þeir hafi verið rændir. Eru þeir sagðir hafa gert það til að dreifa athygli frá deilu vegna skemmdrar hurðar á bensínstöð.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir heimildarmönnum sínum innan brasilísku lögreglunnar. Er einn af sundköppunum sagður hafa brotið baðherbergishurð á bensínstöðinni sem skapaði hávaðarifrildi þegar umsjónarmenn bensínstöðvarinnar spurðu Bandaríkjamennina hvort þeir myndu ekki bæta skemmdirnar. Eftir að öryggisverðir voru kallaðir á svæðið eru Bandaríkjamennirnir sagðir hafa greitt fyrir skemmdirnar og yfirgefið svæðið. Dómari í Brasilíu setti þrjá úr bandaríska sundliðinu í farbann vegna málsins í gær. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri aftur til Bandaríkjanna á mánudag. Áður en upp komst að Lochte hefði yfirgefið Brasilíu, hafði dómarinn fyrirskipað að vegabréf fjórmenninganna yrðu gerð upptæk og að mennirnir yrðu yfirheyrðir af lögreglu, í ljósi fregna þess efnis að misræmi væri í frásögnum mannanna er varðar ránið.Tveir þeirra, Gunnar Bentz og Jack Conger, voru fjarlægðir úr flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro í gærkvöldi. Liðsfélagi þeirra, James Feigen hafði verið eftir í Brasilíu. Lochte viðurkenndi sjálfur í gær að hann hefði verið frekar ónákvæmur í frásögn sinni um að hafa verið rændur af vopnuðum manni síðastliðinn sunnudag, en neitaði því staðfastlega að sagan væri uppspuni. „Ég myndi aldrei skálda slíka frásögn og ekki félagar mínir. Í rauninni lætur hún okkur alla líta fremur illa út,“ sagði Lochte í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn NBC. Talið er að félagar hans verði yfirheyrðir af lögreglu í dag. Locthe er einn af sigursælustu sundköppum Bandaríkjanna. Hann hefur unnið til tólf verðlauna á Ólympíuleikum og státaði eitt sinn af eigin raunveruleikaþætti. Hann keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í Rio og vann til að mynda til gullverðlauna í 4x200 metra boðsundi. James Feigen vann til gullverðlauna í 4x100 metra boðsundi. Bentz keppti í undanrásum í 4x200 metra boðsundi en ekki í úrslitum. Hann fékk engu að síður gullverðlaun fyrir þátttöku sína með bandaríska boðsundsliðinu. Frásagnir um hvað kom í raun og veru fyrir þessa sundkappa hafa verið afar misvísandi frá upphafi en svo virðist vera sem að þeir hafi ekki látið lögreglu í Brasilíu né stjórn Ólympíuleikanna vita af þessu máli strax. Fregnir bárust fyrst af málinu frá móður Lochte. Lochte sagði síðan sjálfur frá málinu í viðtali við NBC síðastliðinn sunnudag. Hann sagði sig og félaga sína hafa verið á leið heim í leigubíl eftir að hafa skoðað næturlíf Rio snemma á sunnudag þegar þeir voru stöðvaðir af mönnum sem skörtuðu einkennismerkjum lögreglumanna. Hann sagði mennina hafa dregið fram skammbyssu og skipað sundköppunum að leggjast niður. „Ég neitaði en þá beindu þeir byssunni að enninu mínu,“ sagði Lochte. Lochte hefur síðan þá breytt frásögn sinni, til að mynda á þá leið að leigubíllinn hefði ekki verið stöðvaður heldur að þeir hefðu verið rændir þegar bíllinn hafði verið stöðvaður á bensínstöð. Þá sagði hann að byssunni hefði ekki verið beint að enni sínu, Hann sagði þetta misræmi stafa af áfallastreitu vegna ránsins.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00
Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38
Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent