Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 11:59 Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. AP/Aleksey Nikolskyi Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. Umræðan um stjórnarskrárbreytingarnar tók tvær klukkustundir. Allir 432 þingmenn Dúmunnar greiddu atkvæði með breytingunum, sem sérfræðingar segja ætlað að tryggja að Pútín haldi völdum sínum eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lent úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Breytingarnar sem Pútín hefur lagt til fela meðal annars í sér að völd ríkisráðs Rússlands verði aukin til muna. Þar sitja ríkisstjórnar og aðrir embættismenn og samkvæmt tillögunum á ráðið að ákveða stefnumál Rússlands varðandi bæði utanríkismál og innanríkismál. Hlutverk ráðsins verður þó ítrekað frekar í öðrum lögum. Einnig eigi þingið að geta skipað forsætisráðherra og aðra ráðherra og breytingar fela þar að auki í sér að lög Rússlands séu æðri alþjóðalögum. Þar sem forseti má ekki sitja í embætti lengur en tvö kjörtímabil telja sérfræðingar að Pútín ætli sér mögulega að taka við stjórn ríkisráðsins og stjórna Rússlandi þannig áfram. Stjórnarskrárbreytingarnar fela einnig í sér að forsetum verði alfarið meinað að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil, samfleytt eða ekki. Áætlað er að seinni umræðan fari fram þann 11. febrúar. Þingmenn og sérstök nefnd sem Pútín skipaði, hafa þegar stungið upp á ýmsum viðbótum við frumvarpsdrögin sem samþykkt voru í morgun. Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. Umræðan um stjórnarskrárbreytingarnar tók tvær klukkustundir. Allir 432 þingmenn Dúmunnar greiddu atkvæði með breytingunum, sem sérfræðingar segja ætlað að tryggja að Pútín haldi völdum sínum eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lent úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Breytingarnar sem Pútín hefur lagt til fela meðal annars í sér að völd ríkisráðs Rússlands verði aukin til muna. Þar sitja ríkisstjórnar og aðrir embættismenn og samkvæmt tillögunum á ráðið að ákveða stefnumál Rússlands varðandi bæði utanríkismál og innanríkismál. Hlutverk ráðsins verður þó ítrekað frekar í öðrum lögum. Einnig eigi þingið að geta skipað forsætisráðherra og aðra ráðherra og breytingar fela þar að auki í sér að lög Rússlands séu æðri alþjóðalögum. Þar sem forseti má ekki sitja í embætti lengur en tvö kjörtímabil telja sérfræðingar að Pútín ætli sér mögulega að taka við stjórn ríkisráðsins og stjórna Rússlandi þannig áfram. Stjórnarskrárbreytingarnar fela einnig í sér að forsetum verði alfarið meinað að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil, samfleytt eða ekki. Áætlað er að seinni umræðan fari fram þann 11. febrúar. Þingmenn og sérstök nefnd sem Pútín skipaði, hafa þegar stungið upp á ýmsum viðbótum við frumvarpsdrögin sem samþykkt voru í morgun.
Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45
Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59
Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00