Vítið gegn Messi ekki eftirlætisminning Hannesar: „Andvaka til sex og mætti hálf ringlaður til leiks af svefnleysi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 08:30 Hannes Þór í leiknum umrædda gegn Austurríki. Vísir/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að hann hafi ekkert sofið fyrir leikinn mikilvæga gegn Austurríki á EM en með sigri í leiknum komst Ísland upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. RÚV hefur undanfarna daga fengið íþróttafólk, bæði núverandi og fyrrverandi, til þess að rifja upp sína bestu íþróttaminningar og Hannes var næstur í röðinni. Það kom einhverjum á óvart að það hafi ekki verið vítið gegn Messi sem stóð upp úr. Hannes fór aftur til ársins 2016 þar sem Ísland keppti í fyrsta sinn á stórmóti en leikurinn gegn Austurríki varð fyrir valinu hjá Hannesi. „Leikurinn á móti Austurríki í síðustu umferð riðlakeppninnar á Stade de France í París á EM 2016 er sennilega ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef spilað,“ sagði Hannes. „Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi.“ Þetta var meira ruglið! https://t.co/DJfULVL02I— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) April 20, 2020 Ísland skoraði sigurmark leiksins undir blálokin þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði og allt ætlaði um koll að keyra. Hannes segir að hann hafi ekki getað ráðið við tilfinningarnar. „Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta. Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út. Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af.“ „Það er ekki hægt að ímynda sér sætara augnablik. Þarna tryggðum við okkur áfram í 16-liða úrslit með sigurmarki á síðustu sekundu á Stade de France fyrir framan haf af íslenskum stuðningsmönnum eftir hálftíma nauðvörn. Þetta var án efa mesta geðshræring og sigurvíma sem ég hef upplifað.“ Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að hann hafi ekkert sofið fyrir leikinn mikilvæga gegn Austurríki á EM en með sigri í leiknum komst Ísland upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. RÚV hefur undanfarna daga fengið íþróttafólk, bæði núverandi og fyrrverandi, til þess að rifja upp sína bestu íþróttaminningar og Hannes var næstur í röðinni. Það kom einhverjum á óvart að það hafi ekki verið vítið gegn Messi sem stóð upp úr. Hannes fór aftur til ársins 2016 þar sem Ísland keppti í fyrsta sinn á stórmóti en leikurinn gegn Austurríki varð fyrir valinu hjá Hannesi. „Leikurinn á móti Austurríki í síðustu umferð riðlakeppninnar á Stade de France í París á EM 2016 er sennilega ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef spilað,“ sagði Hannes. „Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi.“ Þetta var meira ruglið! https://t.co/DJfULVL02I— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) April 20, 2020 Ísland skoraði sigurmark leiksins undir blálokin þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði og allt ætlaði um koll að keyra. Hannes segir að hann hafi ekki getað ráðið við tilfinningarnar. „Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta. Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út. Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af.“ „Það er ekki hægt að ímynda sér sætara augnablik. Þarna tryggðum við okkur áfram í 16-liða úrslit með sigurmarki á síðustu sekundu á Stade de France fyrir framan haf af íslenskum stuðningsmönnum eftir hálftíma nauðvörn. Þetta var án efa mesta geðshræring og sigurvíma sem ég hef upplifað.“
Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira