Vítið gegn Messi ekki eftirlætisminning Hannesar: „Andvaka til sex og mætti hálf ringlaður til leiks af svefnleysi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 08:30 Hannes Þór í leiknum umrædda gegn Austurríki. Vísir/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að hann hafi ekkert sofið fyrir leikinn mikilvæga gegn Austurríki á EM en með sigri í leiknum komst Ísland upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. RÚV hefur undanfarna daga fengið íþróttafólk, bæði núverandi og fyrrverandi, til þess að rifja upp sína bestu íþróttaminningar og Hannes var næstur í röðinni. Það kom einhverjum á óvart að það hafi ekki verið vítið gegn Messi sem stóð upp úr. Hannes fór aftur til ársins 2016 þar sem Ísland keppti í fyrsta sinn á stórmóti en leikurinn gegn Austurríki varð fyrir valinu hjá Hannesi. „Leikurinn á móti Austurríki í síðustu umferð riðlakeppninnar á Stade de France í París á EM 2016 er sennilega ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef spilað,“ sagði Hannes. „Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi.“ Þetta var meira ruglið! https://t.co/DJfULVL02I— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) April 20, 2020 Ísland skoraði sigurmark leiksins undir blálokin þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði og allt ætlaði um koll að keyra. Hannes segir að hann hafi ekki getað ráðið við tilfinningarnar. „Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta. Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út. Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af.“ „Það er ekki hægt að ímynda sér sætara augnablik. Þarna tryggðum við okkur áfram í 16-liða úrslit með sigurmarki á síðustu sekundu á Stade de France fyrir framan haf af íslenskum stuðningsmönnum eftir hálftíma nauðvörn. Þetta var án efa mesta geðshræring og sigurvíma sem ég hef upplifað.“ Fótbolti Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að hann hafi ekkert sofið fyrir leikinn mikilvæga gegn Austurríki á EM en með sigri í leiknum komst Ísland upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. RÚV hefur undanfarna daga fengið íþróttafólk, bæði núverandi og fyrrverandi, til þess að rifja upp sína bestu íþróttaminningar og Hannes var næstur í röðinni. Það kom einhverjum á óvart að það hafi ekki verið vítið gegn Messi sem stóð upp úr. Hannes fór aftur til ársins 2016 þar sem Ísland keppti í fyrsta sinn á stórmóti en leikurinn gegn Austurríki varð fyrir valinu hjá Hannesi. „Leikurinn á móti Austurríki í síðustu umferð riðlakeppninnar á Stade de France í París á EM 2016 er sennilega ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef spilað,“ sagði Hannes. „Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi.“ Þetta var meira ruglið! https://t.co/DJfULVL02I— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) April 20, 2020 Ísland skoraði sigurmark leiksins undir blálokin þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði og allt ætlaði um koll að keyra. Hannes segir að hann hafi ekki getað ráðið við tilfinningarnar. „Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta. Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út. Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af.“ „Það er ekki hægt að ímynda sér sætara augnablik. Þarna tryggðum við okkur áfram í 16-liða úrslit með sigurmarki á síðustu sekundu á Stade de France fyrir framan haf af íslenskum stuðningsmönnum eftir hálftíma nauðvörn. Þetta var án efa mesta geðshræring og sigurvíma sem ég hef upplifað.“
Fótbolti Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira