Vítið gegn Messi ekki eftirlætisminning Hannesar: „Andvaka til sex og mætti hálf ringlaður til leiks af svefnleysi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 08:30 Hannes Þór í leiknum umrædda gegn Austurríki. Vísir/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að hann hafi ekkert sofið fyrir leikinn mikilvæga gegn Austurríki á EM en með sigri í leiknum komst Ísland upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. RÚV hefur undanfarna daga fengið íþróttafólk, bæði núverandi og fyrrverandi, til þess að rifja upp sína bestu íþróttaminningar og Hannes var næstur í röðinni. Það kom einhverjum á óvart að það hafi ekki verið vítið gegn Messi sem stóð upp úr. Hannes fór aftur til ársins 2016 þar sem Ísland keppti í fyrsta sinn á stórmóti en leikurinn gegn Austurríki varð fyrir valinu hjá Hannesi. „Leikurinn á móti Austurríki í síðustu umferð riðlakeppninnar á Stade de France í París á EM 2016 er sennilega ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef spilað,“ sagði Hannes. „Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi.“ Þetta var meira ruglið! https://t.co/DJfULVL02I— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) April 20, 2020 Ísland skoraði sigurmark leiksins undir blálokin þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði og allt ætlaði um koll að keyra. Hannes segir að hann hafi ekki getað ráðið við tilfinningarnar. „Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta. Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út. Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af.“ „Það er ekki hægt að ímynda sér sætara augnablik. Þarna tryggðum við okkur áfram í 16-liða úrslit með sigurmarki á síðustu sekundu á Stade de France fyrir framan haf af íslenskum stuðningsmönnum eftir hálftíma nauðvörn. Þetta var án efa mesta geðshræring og sigurvíma sem ég hef upplifað.“ Fótbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að hann hafi ekkert sofið fyrir leikinn mikilvæga gegn Austurríki á EM en með sigri í leiknum komst Ísland upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. RÚV hefur undanfarna daga fengið íþróttafólk, bæði núverandi og fyrrverandi, til þess að rifja upp sína bestu íþróttaminningar og Hannes var næstur í röðinni. Það kom einhverjum á óvart að það hafi ekki verið vítið gegn Messi sem stóð upp úr. Hannes fór aftur til ársins 2016 þar sem Ísland keppti í fyrsta sinn á stórmóti en leikurinn gegn Austurríki varð fyrir valinu hjá Hannesi. „Leikurinn á móti Austurríki í síðustu umferð riðlakeppninnar á Stade de France í París á EM 2016 er sennilega ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef spilað,“ sagði Hannes. „Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi.“ Þetta var meira ruglið! https://t.co/DJfULVL02I— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) April 20, 2020 Ísland skoraði sigurmark leiksins undir blálokin þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði og allt ætlaði um koll að keyra. Hannes segir að hann hafi ekki getað ráðið við tilfinningarnar. „Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta. Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út. Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af.“ „Það er ekki hægt að ímynda sér sætara augnablik. Þarna tryggðum við okkur áfram í 16-liða úrslit með sigurmarki á síðustu sekundu á Stade de France fyrir framan haf af íslenskum stuðningsmönnum eftir hálftíma nauðvörn. Þetta var án efa mesta geðshræring og sigurvíma sem ég hef upplifað.“
Fótbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira