Sauð upp úr á fundi þingflokksformanna eftir óvænta uppákomu í velferðarnefnd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 17:42 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var nokkuð hart tekist á á fundi þingflokksformanna í gær. Vísir/Vilhelm Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn. Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn.
Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent