Innlent

Glíma við eld í þaki á Kjalarnesi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi í morgun
Frá vettvangi í morgun Vísir/Jói K

Slökkviliðið á höfuborgarsvæðinu sinnir nú útkalli vegna elds í þaki á Skrauthólum á Kjalarnesi.

Tilkynning um eldinn barst klukkan 7.29 í morgun en fjórar stöðvar slökkviliðsins koma að vinnu á vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er eldur í þaki í húsi sem áður var nýtt sem fjós. Um tvöfalt þak er að ræða og miðar vinna slökkviliðsmanna á vettvangi að því að komast að eldinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×