Erlent

Út­göngu­banni komið á í Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Alls telja íbúar Moskvu um 12,7 milljónir.
Alls telja íbúar Moskvu um 12,7 milljónir. Getty

Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubann yrði virkjað í borginni og tekur það gildi strax í dag.

Íbúar verða því að halda kyrru fyrir heima hjá sér nema þeir þurfi nauðsynlega á heilbrigðisþjónustu að halda. Þá er einnig leyfilegt að sækja matvörur í búð.

Eingöngu starfsfólki í framlínustörfum í borginni er heimilt að fara út fyrir hússins dyr, en smit í borginni fóru yfir þúsund um helgina. Um tveir þriðju skráðra smita í Rússlandi hafa komið upp í höfuðborginni Moskvu.

Sobyanin sagði faraldurinn nú hafa komist á næsta stig og því sé nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða.

Alls telja íbúar Moskvu um 12,7 milljónir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.