Framkvæmdastjóri Breiðabliks blæs á sögusagnir um æfingar innan félagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 18:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla. vísir/bára Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020 Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira