Fótbolti

Fyrrum markvörður Barcelona lagður inn á spítala vegna kórónuveirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rustu Recber átti flottan feril.
Rustu Recber átti flottan feril. vísir/getty

Hinn frábæri markvörður Rustu Recber hefur verið lagður inn á spítala vegna kórónuveirunnar en kona hans greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Recber er leikjahæsti leikmaður tyrkneska landsliðsins en hann spilaði 120 leiki og var einn besti leikmaður HM er Tyrkir fóru alla leið í undanúrslit. Hann er í dag 46 ára gamall.

Rustu lagði skóna á hilluna árið 2012 eftir að hafa leikið með Besiktast í fimm ár en hann var á mála hjá Barcelona á árunum 2003 til 2006. Einnig spilaði hann með Fenerbache, Antalyaspor og Burdurgucu.

Isil Recber, kona Rustu, segir á Instagram-síðu sinni að veikindin hafi komið fljótt upp en þau eiga tvö börn saman. Isil og börnin fengu neikvætt út úr sinni prufu í tengslum við kórónuveiruna.

Bæði Barcelona og Fenerbache hafa sent fyrrum markverðinum baráttukveðjur á Twitter.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.