Hinn frábæri markvörður Rustu Recber hefur verið lagður inn á spítala vegna kórónuveirunnar en kona hans greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni.
Recber er leikjahæsti leikmaður tyrkneska landsliðsins en hann spilaði 120 leiki og var einn besti leikmaður HM er Tyrkir fóru alla leið í undanúrslit. Hann er í dag 46 ára gamall.
Rustu lagði skóna á hilluna árið 2012 eftir að hafa leikið með Besiktast í fimm ár en hann var á mála hjá Barcelona á árunum 2003 til 2006. Einnig spilaði hann með Fenerbache, Antalyaspor og Burdurgucu.
Isil Recber, kona Rustu, segir á Instagram-síðu sinni að veikindin hafi komið fljótt upp en þau eiga tvö börn saman. Isil og börnin fengu neikvætt út úr sinni prufu í tengslum við kórónuveiruna.
Bæði Barcelona og Fenerbache hafa sent fyrrum markverðinum baráttukveðjur á Twitter.
Former Turkey and Barcelona goalkeeper Rustu Recber is in a "critical period" in hospital with coronavirus.https://t.co/7xGc82BZIx pic.twitter.com/39hql8lRz9
— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2020