Lífsnauðsynlegt að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum: 34% smitaðra á dvalarheimili í Washington létust Andri Eysteinsson skrifar 29. mars 2020 10:18 Frá hjúkrunarheimili í King County í Washington Getty/David Ryder Þriðjungur þeirra heimilismanna sem smituðust af kórónuveirunni á hjúkrunarheimili í Washington-ríki Bandaríkjanna létust af völdum veirunnar og var dánartíðni vegna hennar á meðal íbúa því 33,7% samkvæmt niðurstöðu samantektar sem birt hefur verið í the New England Journal of Medicine (NEJM). Jón Snædal öldrunarlæknir á Landspítalanum deilir greininni á Facebook-síðu sinni og segir niðurstöðurnar frá Washington sýna að lífsnauðsynlegt sé að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimilið sem um ræðir er staðsett í King County í Washington í Bandaríkjunum en kórónuveirunnar varð fyrst vart í ríkinu 21. janúar síðastliðinn eftir að veiran greindist í manni sem var á leið heim frá Wuhan í Kína. Fyrstu dauðsföllin áttu sér einnig stað í Washington 29. Febrúar. Á hjúkrunarheimilinu, sem er viðfangsefni greinarinnar sem birt var á vef NEJM, komu upp 167 tilfelli kórónuveirunnar. 101 tilfelli greindist í heimilismönnum, 50 í starfsfólki hjúkrunarheimilisins og sextán gestir smituðust af veirunni. Meðalaldur heimilismanna sem greindist með veiruna var 83 ár en íbúar voru á aldrinum 51-100 ára gamlir. 34 létust af völdum kórónuveirunnar en meirihluti íbúa glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega helmingur smitaðra (54%) var lagður inn á sjúkrahús. Úr röðum starfsfólks heimilisins var meðalaldurinn 43,5 ár og voru starfsmenn á aldrinum 21-79 ára gamlir, enginn lést af völdum kórónuveirunnar en hið minnsta þrír voru lagðir inn á sjúkrahús. Einn af þeim sextán gestum sem smituðust af veirunni er nú látinn, en átta gestir voru lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore hafa nú tæplega 125 þúsund tilfelli kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Þriðjungur þeirra heimilismanna sem smituðust af kórónuveirunni á hjúkrunarheimili í Washington-ríki Bandaríkjanna létust af völdum veirunnar og var dánartíðni vegna hennar á meðal íbúa því 33,7% samkvæmt niðurstöðu samantektar sem birt hefur verið í the New England Journal of Medicine (NEJM). Jón Snædal öldrunarlæknir á Landspítalanum deilir greininni á Facebook-síðu sinni og segir niðurstöðurnar frá Washington sýna að lífsnauðsynlegt sé að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimilið sem um ræðir er staðsett í King County í Washington í Bandaríkjunum en kórónuveirunnar varð fyrst vart í ríkinu 21. janúar síðastliðinn eftir að veiran greindist í manni sem var á leið heim frá Wuhan í Kína. Fyrstu dauðsföllin áttu sér einnig stað í Washington 29. Febrúar. Á hjúkrunarheimilinu, sem er viðfangsefni greinarinnar sem birt var á vef NEJM, komu upp 167 tilfelli kórónuveirunnar. 101 tilfelli greindist í heimilismönnum, 50 í starfsfólki hjúkrunarheimilisins og sextán gestir smituðust af veirunni. Meðalaldur heimilismanna sem greindist með veiruna var 83 ár en íbúar voru á aldrinum 51-100 ára gamlir. 34 létust af völdum kórónuveirunnar en meirihluti íbúa glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega helmingur smitaðra (54%) var lagður inn á sjúkrahús. Úr röðum starfsfólks heimilisins var meðalaldurinn 43,5 ár og voru starfsmenn á aldrinum 21-79 ára gamlir, enginn lést af völdum kórónuveirunnar en hið minnsta þrír voru lagðir inn á sjúkrahús. Einn af þeim sextán gestum sem smituðust af veirunni er nú látinn, en átta gestir voru lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore hafa nú tæplega 125 þúsund tilfelli kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira