Messi og Ronaldo ekki meðal þeirra markahæstu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 21:00 Á myndinni má sjá tvo markahæstu táninga í sögu Meistaradeildar Evrópu, og Emre Can. Photo by Alex Grimm/Getty Images Á listanum yfir markahæstu táninga Meistaradeildar Evrópu, í núverandi mynd, er hvorki að finna Lionel Messi né Cristiano Ronaldo. Leikmennirnir sem gætu fetað í fótspor þeirra er hins vegar að finna á listanum. „Ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall,“ sagði Sir Matt Busby, þjálfari Manchester United um miðja síðustu öld, á sínum tíma. Þau ummæli eiga enn vel við. Vefsíðan Squawka ávað að taka saman markahæstu táninga Meistaradeildar Evrópu, eða frá því að keppnin tók á sig núverandi mynd árið 1992. Alls eru sjö manns á listanum og mögulega koma eitt eða tvö nöfn á óvart. 7. Bojan Krkić Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Fimm Ferill: Barcelona, Roma, AC Milan, Ajax, Stoke City, Mainz 05, Alaveg og Montreal Impact. Spánverjinn Bojan Krkić var með efnilegri leikmönnum Barcelona á sínum tíma. Á endanum gekk það ekki upp og hann fór á lán til AC Milan og Ajax áður en enska félagið Stoke City, þá í ensku úrvalsdeildinni, keypti kauða. Hinn 29 ára gamli Bojan, sem hefur skorað í fimm stærstu deildum Evrópu (England, Ítalía, Spánn, Holland og Þýskaland), skoraði á sínum tíma fimm mörk í Meistaradeildinni en það verður að teljast ólíklegt að hann leiki í henni aftur. Bojan fagnar með Andrés Iniesta á tíma sínum hjá Barcelona. Vísir/Squawka 6. Yakubu Aiyegbeni Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Fimm Ferill: Julius Berger, Gil Vicente, Maccabi Haifa, Hapoel Kfar Saba, Portsmouth, Middlesbrough, Everton, Leicester City, Blackburn Rovers, Guangzhou R&F, Al-Rayyan, Reading, Kayserispor og Coventry City Yakubu eins og hann er oftast kallaður lék í alls sjö löndum áður en hann lagði skóna á hilluna. Flestir unnendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu að þekkja Yakubu sem gerði garðinn frægan með Everton á sínum tíma. „Feed the Yak“ eða einfaldlega „Fóðrið Yak“ ómaði reglulega á Goodison Park, heimavelli Everton, forðum daga. Yakubu lék aðeins eina leiktíð í Meistaradeild Evrópu. Tímabilið 2002 til 2003 lék hann fimm leiki með ísraelska liðinu Maccabi Haifa og skoraði fimm mörk. Þar á meðal gegn Manchester United. Ungur Yakubu í baráttunni gegn Rio Ferdinand.Vísir/Squawka 5. Raúl Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sex Ferill: Real Madrid, Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos Raúl þarf varla að kynna enda alger goðsögn hjá Real Madrid. Ef ekki væri fyrir ómennska markaskorun Cristiano Ronaldo fyrir Madrídar-liðið þá væri Raúl enn eflaust markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Vann hann Meistaradeildina alls þrisvar sinnum ásamt því að skora 71 mark í keppninni. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Raúl í Meistaradeild Evrópu. Þið megið giska hvaða tveir. 4. Karim Benzema Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sex Ferill: Lyon og Real Madrid Franski framherjinn Karim Benzema var sannkallað undrabarn á sínum tíma og er mögulega með vanmetnari knattspyrnumönnum síðari ára. Hann skoraði sex af 64 mörkum sínum í Meistaradeildinni áður en hann varð tvítugur. Benzema hefur lyft Meistaradeildarbikarnum alls fjórum sinnum með Real Madrid og hver veit nema hann bæti við titli, og mörkum, áður en hann leggur skóna á hilluna. Hann verður 33 ára gamall í desember á þessu ári. Raúl og Karim Benzema í baráttunni gegn Carlos Puyol, leikmanni Barcelona, á sínum tíma.Elisa Estrada/Real Madrid via Getty Images 3. Patrick Kluivert Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sjö Ferill: Ajax, AC Milan, Barcelona, Newcastle United, Valencia, PSV og Lille Patrikc Kluivert var á sínum tíma einn skæðasti framherji Evrópu. Sigurmark hans í úrslitaleiknum árið 1995 gerði hann að yngsta markaskorara í sögu úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Met sem stendur enn þann dag í dag. Alls skoraði hann 29 mörk í Meistaradeildinni á sínum tíma, þar af sjö áður en hann varð tvítugur. Kluivert skaust ungur upp á stjörnuhimininn.Vísir/Squawka 2. Erling Braut Håland Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Tíu Ferill: Bryne, Molde, Red Bull Salzburg og Borussia Dortmund Það ótrúlega hér er að Erling Håland er enn táningur. Hann verður ekki tvítugur fyrr en 21. júlí á þessu ári. Ótrúlegur leikmaður sem hefur átt góðu gengi að fagna með Salzburg og Dortmund. Hvort gott gengi hans í Meistaradeildinni haldi áfram eftir að hann nær tvítugsaldri á eftir að koma í ljós en annað kæmi á óvart. 1. Kylian Mbappé Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Þrettán Ferill: AS Monaco og Paris Saint-Germain Mbappé hefur gert fátt annað undanfarin misseri en að setja hvert metið á fætur öðru. Hann skoraði sex mörk á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni með Monaco þegar liðið komst í undanúrslit vorið 2017. Síðan þá hafa sjö mörk fylgt í kjölfarið og þó Mbappé eigi enn eftir að komast alla leið í úrslitaleik keppninnar þá verður að teljast líklegt að það takist á endanum. Kylian Mbappé was the first player in history to score in each of his first four Champions League knockout games.Record breaker. pic.twitter.com/nVJT8E1xoX— Squawka Football (@Squawka) August 10, 2017 Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. 19. apríl 2020 10:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Á listanum yfir markahæstu táninga Meistaradeildar Evrópu, í núverandi mynd, er hvorki að finna Lionel Messi né Cristiano Ronaldo. Leikmennirnir sem gætu fetað í fótspor þeirra er hins vegar að finna á listanum. „Ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall,“ sagði Sir Matt Busby, þjálfari Manchester United um miðja síðustu öld, á sínum tíma. Þau ummæli eiga enn vel við. Vefsíðan Squawka ávað að taka saman markahæstu táninga Meistaradeildar Evrópu, eða frá því að keppnin tók á sig núverandi mynd árið 1992. Alls eru sjö manns á listanum og mögulega koma eitt eða tvö nöfn á óvart. 7. Bojan Krkić Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Fimm Ferill: Barcelona, Roma, AC Milan, Ajax, Stoke City, Mainz 05, Alaveg og Montreal Impact. Spánverjinn Bojan Krkić var með efnilegri leikmönnum Barcelona á sínum tíma. Á endanum gekk það ekki upp og hann fór á lán til AC Milan og Ajax áður en enska félagið Stoke City, þá í ensku úrvalsdeildinni, keypti kauða. Hinn 29 ára gamli Bojan, sem hefur skorað í fimm stærstu deildum Evrópu (England, Ítalía, Spánn, Holland og Þýskaland), skoraði á sínum tíma fimm mörk í Meistaradeildinni en það verður að teljast ólíklegt að hann leiki í henni aftur. Bojan fagnar með Andrés Iniesta á tíma sínum hjá Barcelona. Vísir/Squawka 6. Yakubu Aiyegbeni Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Fimm Ferill: Julius Berger, Gil Vicente, Maccabi Haifa, Hapoel Kfar Saba, Portsmouth, Middlesbrough, Everton, Leicester City, Blackburn Rovers, Guangzhou R&F, Al-Rayyan, Reading, Kayserispor og Coventry City Yakubu eins og hann er oftast kallaður lék í alls sjö löndum áður en hann lagði skóna á hilluna. Flestir unnendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu að þekkja Yakubu sem gerði garðinn frægan með Everton á sínum tíma. „Feed the Yak“ eða einfaldlega „Fóðrið Yak“ ómaði reglulega á Goodison Park, heimavelli Everton, forðum daga. Yakubu lék aðeins eina leiktíð í Meistaradeild Evrópu. Tímabilið 2002 til 2003 lék hann fimm leiki með ísraelska liðinu Maccabi Haifa og skoraði fimm mörk. Þar á meðal gegn Manchester United. Ungur Yakubu í baráttunni gegn Rio Ferdinand.Vísir/Squawka 5. Raúl Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sex Ferill: Real Madrid, Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos Raúl þarf varla að kynna enda alger goðsögn hjá Real Madrid. Ef ekki væri fyrir ómennska markaskorun Cristiano Ronaldo fyrir Madrídar-liðið þá væri Raúl enn eflaust markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Vann hann Meistaradeildina alls þrisvar sinnum ásamt því að skora 71 mark í keppninni. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Raúl í Meistaradeild Evrópu. Þið megið giska hvaða tveir. 4. Karim Benzema Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sex Ferill: Lyon og Real Madrid Franski framherjinn Karim Benzema var sannkallað undrabarn á sínum tíma og er mögulega með vanmetnari knattspyrnumönnum síðari ára. Hann skoraði sex af 64 mörkum sínum í Meistaradeildinni áður en hann varð tvítugur. Benzema hefur lyft Meistaradeildarbikarnum alls fjórum sinnum með Real Madrid og hver veit nema hann bæti við titli, og mörkum, áður en hann leggur skóna á hilluna. Hann verður 33 ára gamall í desember á þessu ári. Raúl og Karim Benzema í baráttunni gegn Carlos Puyol, leikmanni Barcelona, á sínum tíma.Elisa Estrada/Real Madrid via Getty Images 3. Patrick Kluivert Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sjö Ferill: Ajax, AC Milan, Barcelona, Newcastle United, Valencia, PSV og Lille Patrikc Kluivert var á sínum tíma einn skæðasti framherji Evrópu. Sigurmark hans í úrslitaleiknum árið 1995 gerði hann að yngsta markaskorara í sögu úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Met sem stendur enn þann dag í dag. Alls skoraði hann 29 mörk í Meistaradeildinni á sínum tíma, þar af sjö áður en hann varð tvítugur. Kluivert skaust ungur upp á stjörnuhimininn.Vísir/Squawka 2. Erling Braut Håland Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Tíu Ferill: Bryne, Molde, Red Bull Salzburg og Borussia Dortmund Það ótrúlega hér er að Erling Håland er enn táningur. Hann verður ekki tvítugur fyrr en 21. júlí á þessu ári. Ótrúlegur leikmaður sem hefur átt góðu gengi að fagna með Salzburg og Dortmund. Hvort gott gengi hans í Meistaradeildinni haldi áfram eftir að hann nær tvítugsaldri á eftir að koma í ljós en annað kæmi á óvart. 1. Kylian Mbappé Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Þrettán Ferill: AS Monaco og Paris Saint-Germain Mbappé hefur gert fátt annað undanfarin misseri en að setja hvert metið á fætur öðru. Hann skoraði sex mörk á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni með Monaco þegar liðið komst í undanúrslit vorið 2017. Síðan þá hafa sjö mörk fylgt í kjölfarið og þó Mbappé eigi enn eftir að komast alla leið í úrslitaleik keppninnar þá verður að teljast líklegt að það takist á endanum. Kylian Mbappé was the first player in history to score in each of his first four Champions League knockout games.Record breaker. pic.twitter.com/nVJT8E1xoX— Squawka Football (@Squawka) August 10, 2017
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. 19. apríl 2020 10:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. 19. apríl 2020 10:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn